Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Og hver er punkturinn?

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ekki kapítalisma… alls ekki. Af hverju heldurðu að það hafi orðið klofningur og margir flutt sig eða vilja flytja sig yfir í Frjálshyggjufélagið. D-listinn er orðinn alltof mildur miðjumoðs flokkur. Um leið og þeir geta hætt að gera svona fokking málamiðlanir vegna Framsóknar þá fyrst fáum við að sjá stórfenglega hluti í efnahagsmálum t.d.

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef Davíð Oddson hefur svona svakalega mikinn áhuga á að ráðskast með fyrirtæki og fjármálaheiminn á Íslandi af hverju hefur hann þá barist svona hart fyrir því að selja ríkisfyrirtæki eins og Landssímann og Landsbankann. Ef hann vildi raunveruleg völd þá myndi hann ekki hafa gert það. Auk þess hefur forsætisráðherra ekki það mikil eiginleg völd þó hann sé æðsti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Hann hefur t.d. ekki nándar nærri jafn mikil völd og Jón Kristjánsson ef við erum að tala um veltu...

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ertu að grínast eða ertu bara almennt séð fáfróður? Þó að það væri kominn tími breytinga ertu þá tilbúinn að velja eitthvað verra en það sem var fyrir? Svo það að fullyrða að Davíð og Halldór séu vitleysingar ( sérstaklega þú) er bara heimskulegt. Fyrir það fyrsta er Davíð háskólagenginn, nam einmitt lögfræði og Halldór er löggiltur endurskoðandi. Viltu frekar hafa prófessor í kynlífi fiska ( Össur) eða sagnfræðing ( Ingibjörgu) að sjá um að setja lög og stýra fjármálunum. R-listinn t.a.m....

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Kannski af því að hann hefur ekki safnað blaðaúrklippum úr Fréttablaðinu. Annars er ekkert mál að koma með sannanir sko.

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hvað ertu að tala um? Það eru allavega bæði hægri og vinstri sinnaðir fréttamenn hjá Morgunblaðinu. En Fréttablaðið er bara til vegna þess að Jón Ásgeir vill koma D-listanum frá völdum. Þetta er alveg klárt mál því Fréttablaðið er í alveg bullandi tapi.

Re: Hugleiðing um frelsið

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nýfrjálshyggja? Hver er munur á nýfrjálshyggju og frjálshyggju? Fræddu mig. Ég tel mig ágætlega lesinn í frjálshyggjufræðunum og hef aldrei nokkurn tíman rekist á orðið nýfrjálshyggja.

Re: Hve langt mega ummæli Davíðs ganga?

í Deiglan fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Bíddu setja sannanir á borðið fyrir því að honum finnist það óeðlilegt að sami aðilinn eigi alla fjölmiðlana. Ég er ekki að skilja. Ef honum finnst það þarf hann þá að sanna það eitthvað sérstaklega? Síðan fer það ekkert á milli mála að Jón Ásgeir á Fréttablaðið og fréttaflutningur hjá Fréttablaðinu er alveg gríðarlega vafasamur og grunsamlegur. Þeir eru t.d. alltaf að tala um einhverja ónafngreinda heimildamenn sem segja hitt og þetta og koma svo með einhvern rógburð inn í “fréttirnar”...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jú ég varð að svara þessu… þetta svar fer alveg svakalega í taugarnar á mér. Ok fyrir það fyrsta kennir þú ekki 40 ára gömlum manni sem er að fela sig fyrir þér að lesa sama hvort það sé í Evrópu eða Ameríku. ,,Og hver segir að heilbrigðiskerfið sé í molum á Íslandi til dæmis´´ Hver var að tala um Íslenska heilbrigðiskerfið? Vorum við ekki að bera saman Kúbverskt og Bandarískt heilbrigðiskerfi? Ég hef allavega aldrei sagt að við höfum slæmt heilbrigðiskerfi hér á landi þvert á móti veit ég...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Samt eitt sem mig langar virkilega mikið að svara og það er þetta með laun forstjóra og verkamanna. Vinnan sem forstjórar og aðrir háttsettir ynna af hendi er mun mikilvægari og ábyrgðafyllri heldur en vinna verkamanns sem á að sjá um t.d. að setja plast ofan á tilbúna örbylgjurétti. Er það ekki eðlilegt að menn sem hafa haft fyrir því að mennta sig í jafnvel tugi ára fái meira borgað fyrir dagsverk heldur en strákurinn sem datt út úr skóla 15 ára gamall.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Guð minn almáttugur! Ég hélt ég hefði verið að tala við vitiborna manneskju en hvernig “svar” fæ ég… útúrsnúninga, áróður og rangfærslur. Veistu það að ég er búinn að svara þér nógu andskoti vel til að þurfa ekki að standa í því aftur að reyna að koma smá heilbrigðri skynsemi inn í kollinn á þér.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Á maður að hirða um að svara svona útúrsnúningum? Fyrir það fyrsta þá er mjög erfitt að sjá til þess að ólöglegir innflytjendur, dópistar og aðrir glæpamenn fari í skóla og læri að lesa. Í BNA fá allir jafnan aðgang að heilbrigðiskerfi. Þetta er einfaldlega rangt hjá þér. Maður þarf bara að hafa efni á betri þjónustu, og er það eitthvað óeðlilegt að efnameira fólk eða bara almenningur sem er annt um sína heilsu kaupi betri heilbrigðisþjónustu? Auðvitað ekki. Og hvert er gagnið í því að veita...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Það er því miður svo að í stríði deyja oft saklausir borgarar. Einmitt þeir sem verið er að bjarga koma kannski verst út úr stríðinu. En þau ár og dagar sem koma á eftir verða mun hamingjuríkari fyrir fólkið sem er búið að búa við ógnarstjórn, einræði, í fjölda ára. Stutt upptalning á því sem Saddam hefur gert: beitti gasi gegn eigin þegnum, 60.000 dóu, hefur handtekið fólk og drepið eða misþyrmt án dóms og laga, fjöldi fólks hefur dáið eða þá lifir við varanlega bæklun s.s. að hafa engin...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ef þér finnst það slæm hugmynd að taka af valdastóli brjálaðan, valdasjúkan fjöldamorðingja sem hefur í fjölda ára hrellt þjóð sína og hreinlega drepið landa sína, þá tekur Bush soldið heimskulegar ákvarðanir já.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Þetta er einfaldlega ekki rétt fullyrðing hjá þér. Einkavæðing veldur því að framleiðsluþættir þjóðfélagsins eru notaðir á skynsamlegri hátt ( framleiða meira af gæðum ) og aukast einnig. Þetta veldur aftur aukinni velmegun og lífsgæðum. Það að líkja saman Kúbu og BNA er eins og að líkja saman rotnu epli og konfekt epli. Kúbverskur efnahagur er svo bágborinn og kjör hins almenna borgara svo slæm að það hefur varla orðið þar nokkur framþróun síðan 1950. Sem sést best á bílum og húsakosti...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
,,það er vitað ríkisvæðing og einræði er öllun til hagsbóta´´ Ok ég held þú hefðir ekki getað valið þér vitlausari orð. Fyrir það fyrsta hefur það sýnt sig að kommúnismi gengur ekki upp í öllum þeim löndum sem hann hafa prófað. Ekki endilega af því að þau voru bændasamfélög heldur einfaldlega vegna þess að þau fylgdu ekki þróun heimsins. Þ.e.a.s. vestræn ríki ( sem þau höfðu staðið því sem næst jafnfætis áður ) voru sífellt að iðnvæðast meira og meira og skila aukinni framleiðni á hvern...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Kommúnískastjórn meinarðu sem misnotar vald sitt ( sem er gríðar mikið btw. ) hvenær sem færi gefst og arðrænir almúgan til að sinna sínum hugðarefnum. Þetta eru staðreyndirnar á bakvið kommúnisma.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nei þetta heitir ekki að bera virðingu fyrir lýðræðinu. Þetta heitir að vera skoðanalaus aumingi. Ingibjörg Sólrún er kona sem stendur ekki fyrir neitt, ég myndi ekki treysta henni til að gæta sleikipinna, hún myndi sennilega skipta um skoðun og hætta að nenna því eftir 5 mínútur. Síðan er það staðreynd að stjórnmálamenn þurfa að taka óvinsælar ákvarðanir, þeir stjórnmálamenn sem þora því ekki hafa ekkert að gera í stjórnmál. Þar ber kannski helst að geta Ingibjargar og Össurar. Ef það þarf...

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Er hægri eða vinstri ónákvæmt? hvað ertu að tala um? Þetta er eitt af lélegri svörum sem ég hef fengið, örvæntingarfull tilraun til að verja sinn leiðtoga í öllum hennar glappaskotum!

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er nú bara erfitt að tala um hægri eða vinstri þegar kemur að Samfylkingunni, enginn veit hvar hún stendur. Allir vita að Sjálfstæðisflokkur er hægri sinnaður, allir vita að Vinstri grænir eru því sem næst kommar, allir vita að Framsókn er miðjuflokkur og svo eru Frjálslyndir aðeins vinstra meginn við miðju.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þetta er ekki miðjuflokkur, þetta er flokkur án sjónarmiða. Þeir fljóta um og skipta um skoðanir eftir skoðanakönnunum. Gefa sig fyrst út fyrir að vera vinstri, svo vinstri sinnaðan miðjuflokk og svo miðju flokk.. þetta er fólk með engar skoðani

Re: Ríkisstjórnin og valdhroki

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ertu geðveikur? Þetta er eitthvað sem særir blygðunarkennd mína og margra annara, þetta er nóg til að fá þig til að greiða miskabætur. Þú líkir ekki stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins við eitt versta tímabil í sögunni þar sem fólk var kerfisbundið tekið af lífi, og sérstaklega ekki ef þú gerir broskall á eftir eins og þetta sé fyndið því þá skilurðu ekki alvarleika málsins. Ertu á móti hagvexti? Kaupmætti? Lítilli verðbólgu? Litlu atvinnuleysi? Ef þú ert það þá ættir þú að fara að hugsa þinn...

Re: Ríkisstjórnin og valdhroki

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Nei en það er réttara að menn á almenna markaðnum ráði til sín vanhæfa menn heldur en hið opinbera. Á almenna markaðnum eru menn að spila með sína eigin peninga en hið opnibera er að ráðskast með annara manna fé og því fé verður að vera vel varið.

Re: Hvar stendur Samfylkingin ?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það væri gaman að sjá þig færa rök fyrir því af hverju allir, sennilega þingmenn, Sjálfstæðismenn eru glæpamenn. Þú varst nú sjálfur að fremja glæp rétt í þessu með órökstuddum rógburði. Síðan er svo ótrúlega sárt að sjá menn fara með sömu vitleysuna aftur og aftur. Verkafólk á Íslandi er ekki að verða fátækara. Kaupmáttur undanfarin ár hefur aukist gífurlega, sem og lífsgæði, þetta þekkist varla í sögu Íslands. Samt er til fólk sem er að kvarta, undan hverju? Við Íslendingar nútímans höfum...

Re: Húmor í dag..

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er vitanlega mjög auðsjáanlegur munur á froskadæminu og Jackass. Í Jackass eru menn á launum við það að meiða sig og aðra vini sína, allir þátttakendur eru samþykkir. En þegar eitthvað er gert til að skaða einstakling sem ekki hefur sjálfur samþykkt þann skaða er vitanlega bæði ólöglegt og algjörlega siðlaust. Hins vegar er það líka spurning hvort að þessi vinur þinn hafi í raun ekki verið samþykkur fyrirfram þ.e.a.s. hann var hluti af þessum vinahóp. Vinahópar hafa mjög ólíka siði og...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok