Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Cannabis er skaðlaust

í Deiglan fyrir 21 árum
Það er nú líka ástæða fyrir því að það var skrifuð bók um aðstæður þessarar óheppnu stúlku, þær voru einstakar. Það er algjörlega óvíst að neysla aukist við afnám banns við ólöglegum fíkniefnum og í raun bendir margt til þess að neysla muni minnka eftir slíkar aðgerðir. Þetta hefur til að mynda mikið verið rannsakað í Hollandi, sem er það evrópuland sem er hvað mest líbó í þessum málum. Hollenskir unglingar hafa að jafnaði ekki reykt hass nándar nærri jafn oft og jafnaldrar þeirra á...

Re: Cannabis er skaðlaust

í Deiglan fyrir 21 árum
Almennt séð keyrir fólk ekki undir áhrifum ólöglegra fíkniefna, þó eru til einstaklingar sem bregða út af þessari venju. Alveg eins og með áfengi. Samt sem áður er cannibis neytanda undir áhrifum betur treystandi til að keyra bíl en manni undir áhrifum áfengis. Hvað viðkemur seinni hluta svars þíns. Ég er frjálshyggjumaður, þ.e. ég trúi því að heilbrigðiskerfið ætti að vera rekið af einkaaðilum og einnig ætti almannabótakerfið að vera rekið að frjálsum félagasamtökum þar sem því viðkemur en...

Re: Hrakning mótstæðinga aukins lýðræðis

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Ég tel að vænlegast til vinnings væri að minnka umsvif ríkisins svo mikið að ekki gerist þörf til að kjósa. Ef slíkt myndi ekki ganga upp væri lágmarksríkið kjörið. Þá hefur þingið sama og ekkert að segja um okkar daglega líf og fólk getur hagað því eins og það sjálft kýs. Ennfremur minnkar þá þörfin fyrir þetta beina lýðræði þar sem svigrúm alþingis til að taka óskynsamlegar ákvarðanir verður því sem næst ekkert.

Re: Hrakning mótstæðinga aukins lýðræðis

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Það er reyndar nokkuð hæpið að einhver stofnun geti orðið óháð… sérstaklega ef um hápólitísk mál er að ræða.

Re: Cannabis er skaðlaust

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég þekki nú reyndar stelpu sem er kominn með vægan geðklofa, athyglisbrest og ýmislegt fleira vegna hass og cannabis reykinga. Ég vil nú samt afnema bann við ólöglegum fíkniefnum. Þetta var náttúrulega hennar val, hún skaðaði engan nema sjálfan sig á meðan þessu stóð.

Re: Fasteignaveð?

í Fjármál og viðskipti fyrir 21 árum
Humm voru ekki 4,4% vextir á þessum lánum… allavega minnir mig það. ,,Verður einhver í framtíðinni með fasteignaveð til að leggja fram?´´ Hvað meinarðu? Hættir fólk allt í einu að eiga hluti? Ég er ekki alveg að fatta spurninguna. Þegar einstaklingar kaupa fasteign á lánum, þá er veðið iðulega í þeirri fasteign sem keypt er. Geturðu skýrt spurninguna þína betur?

Re: Forsetisráðherra

í Deiglan fyrir 21 árum
Þú getur þá allavega leynt því

Re: Forsetisráðherra

í Deiglan fyrir 21 árum
Guð hjálpi okkur frá því

Re: Bensínstöðvar!

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Það er afar ósanngjarnt að atast út í olíufélögin fyrir hátt verðlag. Fyrir það fyrsta hefur heimsmarkaðsverð á olíu þotið upp undanfarið vegna ótryggs ástands í Írak og vegna ríkisofbeldis í Rússlandi gagnvart Yukos. Þetta hefur mikið að segja. Ennfremur rennur um 80% af verðinu í vasa ríkisins. Í þriðja lagi eru ýmsar kvaðir og markaðshindranir í þessum bransa, þá sérstaklega í sambandi við umhverfisvernd. Þannig er erfitt að koma nýr inn í bransann vegna tilskipana frá ríkinu og af því...

Re: Heimdallur

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Ég hef litla trú á því að þessir helvítis populistar sem unnu kosningarnar muni gera nokkuð til að bæta Heimdall. Þú sérð nú bara hvernig Bolli er að standa sig í opinberum umræðum. Hann hefur ekki vit á málum, hefur ekki kynnt sér þau eða vitnar í eitthvað sem vinur hans hefur sagt. Hvers konar formaður er það sem hefur ekki hundsvit á pólitík? Mikið hefur t.d. verið talað um þau orð hans að hann gæti nú ekki tjáð sig um áfengislöggjöfina þar sem hann drykki ekki. Prýðisgóður málflutningur...

Re: Michael Moore áróður.

í Deiglan fyrir 21 árum
,,Ef ég gæti ráðið einhverju um það, þá myndi ég frekar vilja búa í samfélagi án peninga.´´ það gekk nefnilega svo vel hjá rómverjunum eftir að Díócletíanus keisari lét slá óhóflega mikið af mynt svo verðgildi þeirra hrundi, fólk missti traust á gjaldmiðilinn og hóf vöruskipti. Þetta var BARA einn stærsti þáttur í hruni Rómarveldis. ég held þú hugsir of mikið

Re: Michael Moore áróður.

í Deiglan fyrir 21 árum
Ég ætla ekkert að tjá mig um sannleiksgildi þessa kvikmynda hans, en hins vegar eru þær leiðir sem hann boðar til umbóta rangar. Hann er harður vinstri maður. Forsendan fyrir því að spilltir stjórnmálamenn geti þrifist er að þeir hafi völd. Þess vegna er frelsi lausnarorðið. Frelsi á öllum sviðum. Sú einfalda athöfn að færa valdið frá stjórnmálamönnum og yfir til fólksins. Lækka skatta verulega. Fækka nefndum og ráðum. Fækka ráðuneytum. Fækka alþingismönnum. Stytta þann tíma sem Alþingi...

Re: Könnun

í Stjórnmál fyrir 21 árum
heitir það ekki þingbundin konungsstjórn, bara spurning :)

Re: Heimdallur

í Stjórnmál fyrir 21 árum
Mér sýnist nú á öllu að þetta sé lang sýnilegasta ungliða hreyfingin á landinu. Jafnvel sýnilegri en landssamband ungra sjálfstæðismanna ( SUS). Þetta er afar ómálefnalegt af þér, get ekki sagt annað.

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já ég bara bjóst ekki við því að enn væri til fólk sem sæi ekki augljósan ávinning fátækra ríkja af alþjóðavæðingu. En, alltaf lærir maður eitthvað nýtt.

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það skiptir engu máli hvort skoðanir um ágæti alþjóðavæðingar séu skiptar eða ekki. Það eru staðreyndirnar sem tala sínu máli. Í þeim löndum sem erlendum fjármagni hefur verið leyft að byggja upp atvinnustarfsemi hefur hagur fólksins batnað mjög. Alþjóðavæðingin hefur svo sannarlega komið hjólum atvinnulífsins af stað í ýmsum hinum fátækustu ríkjum heims. Taiwan hefur lengi haft erlend stórfyrirtæki starfandi í landinu og nú býr almenningur þar við mun betri skilyrði en áður. Sama má segja...

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ertu að segja að 3. heims ríki hagnist ekki á alþjóðavæðingu? Hvers konar maður ert þú?

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Vóóóó… mega góð skilgreining hjá þé

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
OK fyrir það fyrsta sagði ég aldrei að það væri fallegt að kúga fólk í formi auðvalds. Í öðru lagi er það mun eðlilegra en hið fyrra þar sem ríkisvaldið beitir hótunum um ofbeldi greiðir þú ekki, fyrir þjónustu sem engin vissa er fyrir að þú notir. Fyrirtæki aftur á móti rukka greiðslur fyrir þjónustu eða vöru sem þeir raunverulega veita og sá borgar sem neytir vörunnar eða notar þjónustuna. Þetta er ekkert óeðlilegt fyrirkomulag.

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað er fallegt við það að kúga fólk í formi ríkisvalds?

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Það sem hann meinar líkast til er það að lögreglan var ekki skipulögð af einhverju yfirvaldi heldur myndaðist þessi verndarþjónustu t.d. í kringum goðana sem urðu eins konar “stóri bróðir” fyrir smábændurnar og gættu hags þeirra ef brotið var á þeim. Síðar riðlaðist þetta skipulag, sem hafði verið við lýði í nokkur ár hundruð, vegna fyrsta skattsins, þ.e. tíundarinnar.

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég hef í raun alltaf litið svo á að anarkistar skiptist í tvo hópa.. hægri og vinstri anarkista. Þó eru þessir tveir hópar sammála um það að það eigi ekki að vera neitt ríki. Mér finnst hins vegar afar hæpið og í raun ómögulegt að ætla að gera alla menn 100% jafna ( þá meina ég => ,,Anarchism is equality of power´´) þar sem fólk býr yfir mismunandi eiginleikum og hefur ólíkan vilja og þarfir. Hægri anarkistar reyna ekki hið ómögulega heldur vilja skapa frjálst samfélag þar sem allir fá að...

Re: HJÁLP!! verð að fá DAX wax

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 1 mánuði
já sjii… ég verð að fá svona… keypti sona bláa dollu þegar ég var út í BNA og þetta er bara snilld!!… það virkaði vel fyrir mig að þvo hárið bara tvisvar með sjampói

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Já það er alveg rétt. Fólk sér um að hefna sín. Það getur hins vegar líka borgað öðrum einstakling sem er hæfari til að sjá um það fyrir verkið. Það er fullkomlega eðlilegt og þar með erum við kominn með eins konar “ verndarþjónustu” eða lögreglu.. hvað sem þú vilt kalla það. Ég veit nú ekki alveg hvernig þú sérð samfélagið fyrir þér en ég býst allavega við því að þú viljir hafa einhverjar almennar reglur og hegningarlög sem fólk þarf að fara eftir. Síðan gæti fólk náttúrulega kosið að búa...

Re: Kommúnismi

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nei. Því þeir sem hafa þörf til að stjórna öðrum og hafa afskipti af gjörðum annarra fá þessum þörfum sínum fullnægt í því skipulagi sem þeir kjósa sér. Ef þeir síðan reyna valdníðslu á einstaklinga sem hafa aðrar lífsskoðanir gripi lögregla inn í.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok