Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

sorowin
sorowin Notandi frá fornöld 39 ára karlmaður
42 stig

Re: Hvernig gera skal æfinga prógram í FM og hvað þýða tölurnar?

í Manager leikir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Kannski bara senda Jessalyn greinina uppfærða og hún kannski skiptir henni út. Veit ekki hvort það er hægt en datt það í hug.

Re: Leikmenn á íslandi...

í Manager leikir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Hvar hefur það komið fram að Andri Fannar verði ekki með í næstu leikjum?

Re: Hvernig gera skal æfinga prógram í FM og hvað þýða tölurnar?

í Manager leikir fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Flott grein hjá þér. Mér finnst að þú ættir að laga greinina eftir ábendingunum sem þú hefur fengið í ummælunum og þá væri þetta orðin algjör snilldargrein sem allir ættu að skoða og nýta sér til að ná fram því besta úr liðinu sínu.

Re: Arjen Robben

í Manager leikir fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég hef nokkrum sinnum keypt þennan snilling af PSV (á 3 tímabili), þá eru þeir tilbúnir að selja hann. Kaupi hann oftast fyrir um 15+ milljónir, hann er algjör snillingur. Mæli eindregið með honum. Borgar sig fljótt.

Re: spurning!!!!!!!!!!!!!!!!

í Manager leikir fyrir 20 árum, 1 mánuði
Það er víst hægt… á www.cmfrenzy.com er hægt að dl editor sem er auðveldur í notkun. Þar er hægt að breyta flest öllu tengdu leiknum og hef ég ekki lent í neinu rugli með save-in eftir að hafa breytt einhverju í editornum. Passaðu þig bara á því að gera back-up af databasenum þínum áður en editorinn spyr þegar maður breytir einhverju í fyrsta skipti hvort maður vill ekki gera back-up af databasenum :D sem er mjög hentugt. Ps. sumir líta á þetta kannski sem svindl en hver og einn verður að...

Re: Íslengingar heim, frammistaða leikmanna

í Handbolti fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Finnst ykkur samt ekkert skrýtið að taka þrjá línumenn með okkur á EM. Hefði ekki verið nóg að taka 2? Róbertarnir spiluðu báðir líka mjög lítið. Hefði viljað sjá Arnór Atla, Loga Geirs og jafnvel Einar Hólmgeirs eins og einhver minntist hér á áður. Vörnin var alltof aftarlega og sóknin fannst mér vera bara léleg í allan stað. Samt er nú skemmtilegt að við erum eina Norðurlandaþjóðin á Ólympíuleikunum í sumar.

Re: Hvaða helvítis?!

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Sælir…. Það er rétt það sem wbdaz segir um skaðabæturnar (compensation). En ég held að aldurinn sé alveg örugglega yngri en 23 ára því Man Utd þarf ekki að borga Celtic neinar skaðabætur í alvörunni þegar Lee Miller kemur til liðsins því hann verður þá nýorðinn 23 ára þegar samningurinn hans við Celtic rennur út og hann gengur til liðs við Man Utd. Ef þú vilt ekki borga skaðabótina sem Leeds á skilið vegna þess að liðið ól upp manninn þá gætiru auðvitað tekið áhættuna á því að hætta við...

Re: Wimbledon áskorun á cm 03/04 !!

í Manager leikir fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Ég fer í þetta á morgun og þegar ég klára loksins helvítis prófin í skólanum. Læt síðan heyra í mér seinna um hvernig gekk.

Re: atvinnuleyfi

í Manager leikir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Leikmaðurinn þinn hefur ekki spilað nægilegan fjölda af þeim leikjum sem þú hefur spilað síðan þú fékkst hann til liðsins svo að hann fái atvinnuleyfið endurnýjað. Það er hægt að sjá hve mikinn hluta leikjanna hann hefur spilaði þegar þú skoðar held ég samninginn hjá honum. Þá kemur einhver tölfræði með prósentutölu á eftir. Prósentutalan minnir mig að eigi að vera yfir 75% (samt ekki treysta tölunni hjá mér). Þú verður bara að láta hann spila meira eða a.m.k. láta hann bara koma inn á seint...

Re: Íslenska deildin í CM4 (óopinber)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Doodi: væriru nokkuð til í að reyna að hjálpa mér. Þetta er bara ekki að virka. Hérna að ofan geturu séð hvað ég gerði. Mig langar nefnilega mjög að prófa íslensku deildina.

Re: Íslenska deildin í CM4 (óopinber)

í Manager leikir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Hei…. þetta er ekki alveg að virka hjá mér. Ég ákvað að nota Svissnesku deildina eins og þú mæltir með. Ég er búinn að ná í EP4. (C:\Program Files\Eidos Interactive\CM4\data) Ég setti iceland.edt og iceland.ddt notepad möppurnar í data möppuna sjálfa. iceland.ddt lítur svona út: “RETAIN_PLAYERS” “Fimleikafélag Hafnarfjarðar” “RETAIN_PLAYERS” “Fram” “RETAIN_PLAYERS” “Knattspyrnufélag Akureyrar” “RETAIN_PLAYERS” “Grindavík” “RETAIN_PLAYERS” “Íþróttabandalag Vestmannaeyja” “RETAIN_PLAYERS”...

Re: Eitthvað sem þig langar kannski að vita?

í Manager leikir fyrir 21 árum
Einhver var hérna áðan að spyrja um “feeling jaded”. Ég gáði í orðabók og þar er sagt að jaded þýði “úttaugaður, þreyttur, slæptur”. Hefur stundum komið hjá mér þegar sami leikmaðurinn hefur spilað mjög marga leiki í röð eða hefur verið í nokkur ár hjá liðinu. Held að það sé ekki hægt að senda menn í tveggja vikna frí en það væri líklega ágæt lausn á svona leiða hjá leikmanninum.

Re: Man Utd í CM4 og smá ábendingar um leikinn

í Manager leikir fyrir 21 árum
Man ekki alveg hvort ég hafi þurft að áfrýja leikheimildinni fyrir hann. Það virkar samt eiginlega oftast hjá mér ef einhverjum leikmanni er neitað um hana. Ég er núna búinn með 6 ár og helvítis Roma var að stela honum frá mér á Bosman (gleymdi mér aðeins með samningin). Hann hefur samt verið geðveikt góður í U19 liðinu og varaliðinu.

Re: Man Utd í CM4 og smá ábendingar um leikinn

í Manager leikir fyrir 21 árum
gizmoz: já ég hefði kannksi frekar átt að segja Bosman-rule í staðinn fyrir Free Transfer. Það skiptir samt litlu sem engu. Freddy Adu er samt á Free Transfer í byrjun, hinir voru held ég allir Bosman-rule.

Re: Man Utd í CM4 og smá ábendingar um leikinn

í Manager leikir fyrir 21 árum
Kannski ekki alveg eins mikið af staffi og ég gerði. Stækka hann samt, reyna að finna coacha með góðar tölur sem vilja ekki of mikið í laun. Gaurarnir sem voru með helling af 20 hjá mér komu allir eftir eitt ár. Eru því ekki til í byrjun leiksins.

Re: Man Utd í CM4 og smá ábendingar um leikinn

í Manager leikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Bradley og Shaun Wright Philipps held ég að séu bræður. Veit samt ekki neitt um það. Gaddavir: ég veit alveg að maður þarf ekki að kaupa mikið með Man Utd, langaði bara að reyna helling af leikmönnum. Ég mun ekki kaupa suma þeirra aftur. Það er greinlegt að það er miklu erfiðara að stjórna fjárhagnum í CM4 heldur en í CM3 þar sem að maður var venjulega kominn með nokkur hundruð milljónir eftir nokkur ár. Þetta gerir auðvitað leikinn bara enn raunverulegri sem er auðvitað bara snilld.

Re: AWOL?

í Manager leikir fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hefur gerst þó nokkur oft hjá mér. Leikmennirnir koma oftast aftur eftir einhvern tíma, kannski mánuð eða lengra. Þegar AWOL-leikmaðurinn kemur síðan aftur úr “leyfinu” þá verða oft hinir leikmennirnir í liðinu dálítið fúlir við AWOL-leikmanninn. Ef þetta er varaliðs leikmaður þá hendi ég þeim oftast á Free Transfer en ef þetta er leimaður í aðalliðinu þá gef honum stundum annan séns eða reyni að selja hann.

Re: Cm4

í Manager leikir fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég hef nú keypt flest alla leikina frá því að ég fékk fyrst tölvu og keypti mér CM2 Italy, keypti meira að segja CM2 Skandinavía það voru sko engin snilldarkaup, samt gaman að eiga hann í safninu. En ég mun auðvitað kaupa leikinn en ég nota samt oft crack fyrir leikinn þó svo að ég eigi diskinn, ég nenni bara ekki að setja diskinn aftur í geisladrifið ef ég hef verið í einhverjum öðrum leik.

Re: Hæsta verð!!

í Manager leikir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég hef tvisvar fengið tilboð í leikmenn uppá 100 milljónir (bæði boðin voru þannig að liðin buðu 50 milljónir en ég negotiate-aði þannig að ég fengi 50 strax og aðrar 50 eftir einn landsleik). Bæði liðin samþykktu gangtilboðið og ég seldi annan þeirra. Leikmaðurinn sem ég seldi hét Michele Carnevali á tímabili '08/09 með Lazio, seldi hann til Inter. Hinn hét Morten Granum frá Noregi, seldi hann ekki. Í sama save-i fékk ég tilboð uppá 40 milljónir í leikmann sem heitir Luca Terzi ég...

Re: Fáranlegt!!

í Manager leikir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Það er hægt að stjórna fleiri landsliðum heldur en deildirnar sem hægt að spila eru. Þegar þú ert að velja lið farðu þá inn í e-ð lið t.d. Chelsea og veldu leikmann t.d. Babayaro og veldu síðan Nígeríu þar sem sagt er hvaðan hann er og þá geturu valið við því að taka við landsliðinu.

Re: Varðandi nýjasta update-ið (3.9.68)

í Manager leikir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Ég er líka að spila nýjasta update-ið og í ensku deildinni hjá mér hef ég ekki fengið 4 non eu leikmenn sem í bauð í út af atvinnuleifi. Greinilega er þetta eikkað öðurvísi hjá ykkur, lenti líka í því að scout eða couch fékk ekki leifi. Ég sagði einhvern tímann frá því að Anelka væri ekki hjá mér í einhverju save-i í þessu update-i en hann er kominn núna. To Madeira var víst bara einhver djókur hjá portúgalska researchernum í upphaflega CM 01-02 en núna er búið að taka hann út. Ég mæli...

Re: Middlesbrough 2.tímabil

í Manager leikir fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Persónulega finnst mér þetta ekki neitt rosa óraunveruleg saga og til hvers ætti einhver að fara að gera einhverja bull sögu? Þetta er líka ekki neitt geðveikt góður árangur og skil ég því ekki af hverju einhver ætti að fara monta sig yfir því með því að gera bull sögu. Hann vildi líklega bara segja frá sínu save-i. Hættið með þetta skítkast. Hann hefur líklega líka verið með aðrar deildir í leiknum heldur en bara þá ensku og er það mín reynsla að þá sé meiri möguleiki á því að leikmenn...

Re: Galli?

í Manager leikir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég var í ensku deildinni og tók ég þá eftir að enginn Anelka væri í updater-inu … dálítið skrítið. Ég gáði líka í Find-Players.

Re: Leikkerfa vesen

í Manager leikir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Þú downloadar tactic-skránni á einhvern stað í tölvunni þinni, þarf ekki að vera í CM-möppunni því tactic-skráin á að vera zip-fæll. Opnaðu síðan zip-fælinn og extractaðu tacticinni sjálfri í tactics möppuna í CM-möppunni. Vonandi virkar þetta hjá þér.

Re: Pæling..

í Manager leikir fyrir 21 árum, 5 mánuðum
Ég held að ég sé ekki að bulla þegar ég segi að Forlan sé með Spænskt ríkisfang líka þó svo að svo sé ekki í CM. Mig minnir að ég hafi heyrt það einhvers staðar. Gæti líka vel verið að ég væri bara að bulla.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok