Ég ákvað að ná í nýjasta update-ið og var ég bara mjög sáttur við það. Hafði þar áður aðeins nota original update-ið (3.9.60). Tók við stjórnvöldin hjá Liverpool og vann deildina með 89 stigum en Man U og Arsenal fylgdu fast á eftir með 88 (Man U með betri markatölu). Þessi þrjú lið stungu af og lennti Leeds í 4.sæti með 76 stig.
Eins og allir vita er Liverpool með gríðarlega sterkt lið á pappírunum, þó illa hafi gengið undanfarið, og endurspeglast það vel í þessu nýjasta updeiti. Byrjaði rólega á leikmannamarkaðinum, keypti þó Kallström og ungan efnilegan Hollending; Denneboom að nafni, og setti í varaliðið.
Leiktíðin byrjaði ágætlega enda notaði ég mitt uppáhalds kerfi 4-3-1-2 (Standard 4-1-3-2 en með AM í stað DM). Byrjunarliðið var oft á þennan veg; Dudek-Riise,H&H,Carra-Cheyrou,Haman,Gerrard-Diouf-Baros ,Owen en auðvitað leyfði ég öllum að spreyta sig. Um jólin var Liverpool í 3. sæti, á eftir áðurnefndum liðum. Brá ég þá á það ráð að fjárfesta í Landon Donovan, sem velflestir ættu að þekkja, á 7,5 millj. pund. Hann sló rækilega í gegn, skoraði 12 mörk í 15 leikjum og átti 9 stoðsendingar, með einkunina 8,14, mæli eindregið með honum. Mikil spenna var í lok leiktíðar eins og áður var getið, en þar sem ég sigraði Man U í næst síðasta leiknum og WBA í þeim seinasta var titillinn í höfn. Í sumarfríinu fjárfesti ég svo í Ronaldinho, óumdeildum besta manni leiksins (miðað við 3.9.60 update-ið), og hlakka ég mjög til að sjá hvernig hann stendur sig í þessu nýja update-i en tölurnar lofa góðu.
Ég tók eftir þrem “augljósum” göllum í nýjasta update-inu. Í fyrsta lagi gat ég keypt áðurnefndan Dennenboom á meðan lokað er fyrir leikmannamarkaðinn á Englandi, í öðru lagi virtist Ronaldinho ekki þurfa atvinnuleifi, þó hann sé ekki með ríkisfang innan EES (þ.e. aðeins með Brasilískt) og að lokum virðist Tó Madeira vera horfinn úr leiknum (notaði maximum database) :( En þó sýnist mér nýjasta update-ið mun jafnara og skemmtilegra en það upphaflega. Að lokum auglýsi ég eftir fleiri reynslusögum af nýjasta update-inu…