Eins og ég hef alltaf gert þegar ég kaupi nýjan CM þá byrja ég í save-i með mínu uppáhaldsliði, Man Utd. Þetta hefur bara alltaf verið venja hjá mér og fannst mér því engin ástæða að breyta til. Þar sem tölvan mín er ekki sú nýjasta þá ákvað ég að hafa aðeins ensku deildirnar fjórar, ég sleppti Conference. Held að ég sé með large í database í þessu save-i. Þetta er version 4.0.3. Ég spila alltaf CM4 einan og sér í tölvunni, hef ekkert í gangi á meðan ég er að spila og hef leikinn í High Priority. Mér finnst leikurinn ganga líka miklu hraðar hjá mér núna heldur en þegar ég spilaði demo-ið og var með það á Medium Priority. Tölvan mín er P3, 650 MHz með 128 MB RAM.
Þar sem þetta var nú fyrsta save-ið hjá mér í nýjum leik þá vissi ég ekki alveg hvaða leikmenn ég ætti að kaupa. Ákvað því bara að prófa nokkra. Ég keypti eftirfarandi:

Alexander Farnerud – Landskrona – 375k. (mjög efnilegur).
Freddy Adu - Free Transfer (þetta er 13 ára gaurinn frá USA/Ghana sem var nýlega valinn í U17 landslið USA í alvörunni). (mjög efnilegur).
Árni Gautur Arason – Rosenborg – 1.1M.
Daniel Van Buyten – Marseille – 5.75M. (ekki kaupa hann).
Ifeani Udeze – PAOK – 3.5M. (ekki kaupa hann).
Gary O’Neil – Portsmouth – 120k.
Michael Dawson – Nott. Forest – 1M. (mjög efnilegur).
Gareth Southgate – Middlesbrough – 5.5M. (kannski aðeins of gamall)
Anton Ferdinand - West Ham – 400k (litli bróðir hans Rio). (mjög efnilegur).
Cherno Samba – Millwall - 200k. (mjög efnilegur).
Bradley Wright-Phillips – Man City – 75k.
James Milner – Leeds – 1.2M.
Wayne Rooney – Everton – 3M.

Þessir fimm neðstu eru allir það ungir að það er hægt að fá þá ódýrt útaf Youth Contract systeminu. Ég reyndi oft í demo-inu að kaupa þá tvo, Rooney og Milner, en þeir vildu bara ekki samþykkja samningana sama hversu vel ég bauð. Ég bauð oft og mörgun sinnum í þá núna og að lokum samþykktu þeir, mig langaði bara svo ógeðslega mikið að prófa þá. Samningarnir voru því mjög dýrir. Rooney fékk 100.000 í laun á viku + það hæsta sem ég mátti bjóða í Signing on Fee + 25% launahækkun á ári + e-ð fleira í clauses. Milner var með aðeins “lélegri” samning en samt mjög dýran.

Eftir fyrstu leiki ársins þá voru oft leikmennirnir mjög þreyttir og því ákvað ég að kaupa meira Staff fyrir liðið. Þetta eru þeir sem ég keypti:

Christian Damiano – Fulham – 550k.
Jean-Charles Troubal – Marseille.
Tony Godden – Derby.
Ingo PreuB – Dortmund.
Paul Quétin – Free Transfer.
Werner Helsen – Free Transfer.
Rene Leduc - Free Transfer.
Fabrizio Tencone - Free Transfer.
Luca Frangini – Verona – 30k.
Marco van Bastem - Free Transfer. (Ekki kaupa hann, lélegur, keypti útaf nafninu).
Ivan Augusto – Atlético Mineiro – 65k.
Alan Smith - Free Transfer.
Glen Roeder - Free Transfer.
PS. Munið að setja þjálfara inn í liðin ykkar til að þjálfa.
Tímabilið gekk ágætlega, lenti reyndar í 4. sæti í deildinni og datt snemma úr í League Cup.
Ég vann hins vegar FC Bayern í European Champions Cup og í FA Cup vann ég Man City.

Ég notaðist við 4-4-2 A_CM4 sem tactic. Ég reyndi að skipta mikið inná og ekki láta mennina verða þreytta. Ég mæli með því að menn kíki á Condition fyrir leiki og meðan á leik stendur.

Goals: RvN – 40
Assists: Beckhan – 16
AvR: Veron – 7.83
MoM: Giggs – 10
Fans Player of the Year: RvN
Wayne Rooney: 1(11), 2 mörk, 6.58. Vildi ekki nota hann mikið fyrsta tímabilið.


Annað tímabil:

Auðvitað fór ég og keypti leikmenn fyrir annað tímabilið. Var samt ekki að hugsa mjög mikið um launin sem leikmenn liðsins voru með og launin sem ég var að bjóða leikmönnunum sem ég keypti. Keypti þessa:

Hatem Trabelsi – Free Transfer. (hann er mjög góður DR)
Carlos Arturo Marinelli – Free Transfer.
Shaun Wright-Phillips – Free Transfer. (mjög efnilegur).
David Bellion – Free Transfer. (ekki kaupa hann).
Darren Anderton – Free Transfer. (ekki kaupa hann).
Conrad Logan – Leicester – 80k.
Christian Wörns – Free Transfer. (ekki kaupa hann).
William Gallas – Chelsea – 8M. (mög góður)
Joe Cole – West Ham – 13.5M. (algjör snillingur)

David May og Laurent Blanc fóru á Free Transfer frá mér.

Ég ákvað að bæta í Staff-hópinn minn þegar ég sá að það voru HELLINGUR af coachum, scoutum og physioum sem voru með nærri bara 20 í Stats. Ég er samt ekki viss um það hvort þeir séu til á fyrst ári. Kíkið samt á þessa ég keypti þá alla:

Piotr Pawlak
Philippe Goossens
Peter Schröder
Sam Allardyce
Bart Leys
David Williams
Marcio Brito
Amit Das
Danijel Sliskovic
Petr Vecera
Srdjan Lukic
Giogio Morini
Peter Böhme
Sebastian Hanke
Bernd Neumann
Frank Mayer

Þetta tímabil hélt ég áfram að nota 4-4-2 A_CM4 og gekk það bara mjög vel. Ég vann fjóra bikara þetta árið:

Ensku deildina
European Champions Cup: Í leik á móti Leverkusen og Rooney skoraði eina markið .
European Super Cup: Rústaði Hertu Berlín 6-0.
Inter-Continental Cup: Í leik á móti Olimpia sem fór 2-0.
Ég tapaði síðan í vítakeppni á móti Chelsea í Community Shield leiknum.

Goals: RvN – 34
Assists: Beckhan – 17
AvR: Giggs – 7.97
MoM: Joe Cole - 10
Fans Player of the Year: RvN
Wayne Rooney: 32(9), 23 mörk, 8 assist, 7.48. Greinilega mjög góður leikmaður.

Ég tók núna eftir því að ég þurfti að selja og lækka launakostnaðinn til muna enda tapaði félagið miklum fjármunum þetta árið. Passið ykkur því á Wage Budget dótinu.
Hingað til er ég ekki enn búinn að ná að selja einn leikmann fyrir pening, það er greinlega frekar erfitt.

Þriðja tímabilið:

Út af þessum peningavandamálum þá fékk ég mér aðeins tvö launadýra leikmenn til mín, þ.e. Bixente Lizarazu af Free Transfer og Arnold Bruggink líka af Free Transfer. Síðan fékk ég mér einnig tvö leikmenn úr U21 liðinu enska, þá Andy Pettinger frá Grimsby og Justin Hoyte frá Arsenal, báðir voru þeir búnir með samningana þannig að þeir voru ódýrir.
Á miðju þriðja tímabilinu náði ég loksins að selja tvo leikmenn. Phil Neville fór til Newcastle á 5.25M og Diego Forlan fór til Dortmund á 4.6M.

Þetta tímabil gekk svona dálítið eins og það fyrsta, ég náði ekki að vinna ensku deildina heldur lenti í öðru sæti en vann þrátt fyrir það nokkra bikara.

European Champions Cup: Í leik á móti Newcastle og Beckhan skoraði eina markið.
League Cup: Þar vann ég Everton 3-0 í úrslitaleiknum.
Community Shield: Vann líka Newcastle hér í vítakeppni eftir 1-1 jafntefli.
Inter-Continental Cup: Í leik á móti Olimpia sem fór 2-0 eins og árið áður.
Ég tapaði síðan í þriðja úrslitaleiknum á mótí Newcastle sama árið í European Super Cup 1-0.


Goals: RvN – 37
Assists: Giggs – 18
AvR: Veron – 8.02
MoM: Joe Cole - 9
Fans Player of the Year: RvN
Wayne Rooney: 23(6), 17 mörk, 4 assist, 7.20. Ég var sífellt að skipta um framherja, Bruggink var líka mjög góður.

Byrjun fjórða tímabilsins.

Þar sem ég vildi ekki eyða meiri pening í laun fyrir eftirfarandi leikmenn þá ákvað ég að sleppa því að endurnýja samningana við þá. Þessir leikmenn voru:

Darren Anderton
Ifeani Udeze
Gareth Southgate
Daniel van Buyten
Ricardo
Roy Carroll

Ég fékk mér þó því mig langaði að prófa þá: Mark Iuliano og Milan Baros á Free Transfer. Ég þurfti þó að borga 3M í skaðabætur fyrir Baros, ég keypti síðan Kaká frá Sao Paulo á 13.75M.
Er núna búinn að vinna Community Shield bikarinn eftir leik við Arsenal sem ég vann 3-1. Rooney skoraði tvö mörk í þessum leik.
Er líka búinn að vinna European Super Cup á þessu tímabili með 2-0 sigri á móti Schalke. Rooney skoraði líka tvö mörk í þessum leik.

Þetta er svona held ég nóg um þetta save í bili. Er ekki kominn lengra.


Þar sem ég er búinn með nokkur tímabil þá ætla ég einnig að nefna nokkra leikmenn sem hafa verið góðir hjá mér eða öðrum liðum í deildinni.

Wayne Rooney
James Milner
Alexander Farnerud – Landskrona
Freddy Adu
Michael Tonge
Lewis Buxton
Arnold Bruggink
Hatem Trabelsi
Joe Cole
Cherno Samba
Anton Ferdinand
William Gallas
Justin Hoyte
Matt Heath
Djibril Cisse
Helder Barbosa
Mido
Michael Carrick
Cristiano Ronaldo
Jermain Defoe
Frank Lampard

Önnur atriði sem geta komið ykkur til góða eru:

• Notið flýtilyklana til að leikurinn gangi hraðar (t.d. space til að lesa fréttirnar og continue game).
• Passa sig á laununum.
• Fínt að ráða sér marga þjálfara og aðstoðar þjálfara.
• Ekki hafa önnur forrit í gangi ef leikurinn er hægur hjá ykkur.
• Látið CM4 í High Priority.
• Láta Ast. Man. stjórna æfingarleikjunum og æfingunum.
• Fylgist með því hvernig leikmenn gengur á æfingum.
• Þarf oft að bæta við æfingum hjá markmönnum.
• Ekki nota “offer to clubs” möguleikann of mikið, aðrir leikmenn liðsins verða stundum fúlir.

Síðan eru það nokkur atriði sem fara pínu í taugarnar á mér. Þau skipta samt ekki öllu máli.

• Vítaspyrnu nýting er ekki nema kannski svona 50% hjá mér í Man Utd.
• Ekki hægt að sjá hvernig leikmönnum í öðrum löndum gengur. Mörk og stoðsendingar o.fl.
• Í byrjun leiksins fær maður 3 ára samning en þegar hann er búinn þá er manni ekki boðinn nýr samningur sem maður fær að samþykkja eða hafna heldur fær maður bara lengingu á samningnum uppá tvö ár.
• Hversu erfitt það er að selja leikmenn.

Þetta eru auðvitað engir stórgallar, væri skemmtilegra ef þetta væri aðeins öðruvísi.

Takk Fyrir Mig.
Vona að það séu ekki margar stafsetningarvillur í textanum. Nennti ekki að lesa hann yfir.