Ég er ekki með tölurnar á mér, bara man að hafa lesið þetta fyrir nokkrum mánuðum og að heimildirnar voru frá mjög hlutlausum aðilum sem að voru að nefna kosti og kalla við stríðið, frá báðum hliðum. Og aðal athugasemdin var sú að miða við hversu gríðarlega dýrt stríðið er, að þá munu þeir ekki sjá gróða næstu áratugina. En með þessu er ég ekkert að segja að Bandaríkin séu ekki að hugsa um sjálf sig, tel bara að þetta sé ekki svo svart og hvítt að þeir fóru þangað til þess að sækja gullkistu.