Síðastliðin fimmtudag var ég að ganga niður Hverfisgötuna eins og ég geri oft, enda er ég á móti hinum hrokafulla laugarvegi og neita að nota hann og geng þar af leiðandi niður Hverfarann, Hverfisgatan er drottning miðbæjarins. En þannig er mál með vexti að þegar ég var hálfnaður niður eftir sá ég fólk vera að kríta á hellurnar, þeir lituðu aðra hverja hellu hvíta og hinar svartar. Ég fylgdist með þeim furðu lostinn og það leið ekki langur tími þar til þeir hringdu í einhverja félaga sína og heyrði ég þá segja eitthvað í þennan dúr “Tilbúið….þið koma….gaman….heyr heyr hó!” eða eitthvað slíkt. Eftir tæpa mínutu kom keyrandi smárúta og nam staðar við gangstéttina. Hurðin opnaðist og kom flóð af mönnum klæddum í skákbúninga út, ýmist í hvítum eða svörtum búningum. Síðan skiptu þeir sér niður, svartir andspænis hvítum og fóru að öskra hluti eins og “HVERJIR ERU BESTIR? HVÍTIR!!!” og “HVERJIR ERU BESTIR? SVARTIR!!!”. Síðan röðuðu þeir sér á hellurnar eins og á alvöru skákborði og byrjuðu að “tefla”. Þetta virkaði þannig að STJÓRARNIR TVEIR skipaði mönnum að færa sig á vissa staði og gerðu þeir það þá, þetta var semsagt eins og alvöru tafl. Stjóri eitt var hvítur og tvö svartur, ásinn byrjaði betur og drap peð hjá svarta í öðrum leik með biskup. Þegar biskupinn drap peðið virkaði það þannig að hann fór á reit peðsins og lamdi það til óbóta. Mér varð mikið um við þetta og ákvað að skipta mér að þessu. Ég spurði hver andskotinn væri í gangi og fékk ég hrokafullt svar að mér kæmi þetta ekki við, síðan fór einhver að tönglast á því að þetta væri tilraun þeirra til að fá skák viðurkennda af þjóðinni sem alvöru íþrótt, ekki spil. Eins og ég hef áður sagt þykir mér afar vænt um hverfisgötuna og bað fólkið þess vegna fallega um að þrífa hellurnar. Þá varð svarti stjórinn fokillur og sagði mér að hunskast burt, ég neitaði að fara og réðst þá sú svarta (hún var roskin kona) á mig og kýldi mig niður og dansaði síðan steppdans á hausnum á mér. Þá sá ég að ég var kominn inn í eitthvað mun stærra en ég réð við og forðaði mér.

Spurning mín til ykkar, kæru hugarar er þessi: Viljum við að skákmenn komist upp með svona lagað? Geti óhreinkað fögurstu götu Reykjavíkur og komist upp með það!!? Rísum upp gegn skákmönnum!

Hverfisgatan lengi lifi!!!