Bush....? Bush samþykkir þróun nýrra gjöreyðingarvopna
Forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hefur samþykkt að veita 7,5 milljónir Bandaríkjadala til þróunar nýrrar kynslóðar gjöreyðingarvopna í Nevada-eyðimörkinni þar sem Bandaríkjamenn hafa þróað kjarnorkuvopn sín. Talsmaður Hvíta hússins, Scott McClellan, sagði í gær að Bush hefði samþykkt 7,5 milljóna Bandaríkjadala fjárveitingu til þróunar svokallaðra byrgjabana, kjarnorkuvopna sem embættismenn segja að muni auka getu bandarískra hermanna til þess að eyða stjórnstöðvum andstæðinganna neðanjarðar sem og vopnageymslum. (sbr. mbl.is 2/12 2003)

Okey nú er ég sko ekkert að skilja, hann er nýbúinn að eyða heilu landi því það var talið að þeir höfðu gereyðingavopn, sem bandaríkinn á að hafa skaffað þeim(þó svo að það hafi ekki funndist).
Afhverju, afhverju sko meiga þeir eiga svona? Hvernig getur hann réttlætt öll morðin, alla eyðilegginguna og bara alla neyðina og sorgina sem á eftir að fylgja því sem þeir gerðu í Írak?
Ég er bara ekki að skilja neitt sko. Og svo þegar hann selur öðru landi þessi vopn og ætlar að eyða því til að finna vopnin aftur, horfum við þá aftur bara þegjandi á og verðum þakklát þegar heimstyrjöld breiðist ekki út í kjölfar þess.
Ég er sko hrædd við að þessi Bush-karl eigi eftir að tortíma heiminum, hann er sko eins og smástrákur í tölvuleik, það er sko bara spurning hvernær hann á eftir að ýta á rauða takkan og bummm… einhver fær nóg og svarar honum og svo kemur karnorku-eitrun sem lætur börnin okkar vera vansköpuð, matinn okkar vera eitraðan og eyðir ósonlaginu- wow nú er ég kannski aðeins komin yfir svartsýnismörkinn, finnst ykkur ekki?
En sko svona fréttir hræða mig, hræða þær ykkur ekkert?