Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fram að kabbala eigi rætur að rekja til fornrar, og að mestu leyti gleymdrar, vísindaiðkunar gyðingapresta sem sé jafngömul, og jafnmerkileg, og egypsk og grísk vísindi. Víst er að...