Á meðan Ísraelsmenn stefna að því að koma á friði og gefa Palestínumönnum sjálfstætt ríki í stærri mynd en áður, þá fara Palestínumenn öfuga átt og kjósa hryðjuverkasamtökin Hamas til stjórnar. Þau fengu meirihluta atkvæða í þingkosningunum og eru því samtökin orðin stjórnvöld Palestínumanna án annarra aðila.

Að Palestínumenn ákveði að fara í öfuga átt einmitt þegar Ísraelsmenn eru tilbúnir til þess að semja til friðar með nýjum miðjuflokki get ég ekki túlkað sem annað en að meirihluti Palestínumanna hreinlega vilja ekki frið. Vilja ekki viðurkenna ríki Ísraelsmanna og vilja að þar séu framin hryðjuverk. Ég spái því nú að átök verði algengari á næstu árum en hefur verið undanfarið, meðal annars með hernaðaraðgerðum Ísraelsmanna. Palestínumenn geta kennt sjálfum sér um enda kusu þeir hryðjuverkasamtök til einræðis.

Hamas-samtökin unnu sigur í þingkosningunum í Palestínu sem fram fóru í gær. Samkvæmt bráðabirgðatölum fékk Hamas 76 þingsæti en Fatah-hreyfingin, sem situr í ríkisstjórn, 43 þingsæti. Hamas er því með meirihluta á þinginu sem telur 132 sæti. Kosningaþátttaka var 77%.
Mbl.is