Þá kemur önnur röksemdarfærsla, strákar eru aldir (hvernig sem að maður skrifar það) allt öðruvísi upp en konur, eða stelpur. Til stúlkna eru gerðar kröfur um að allt sé vel gert, mun betur en það sem ætlast er til af strákum. Þetta gerir það að verkum að sjálfsmynd karla er mun betri en kvenna á unglingsárum, og auðvitað seinna meir líka. Það þýðir að karlar eru hæfari en konur til að stjórna og auðvitað í allri erfiðisvinnu, þó að ein og ein kona geti stjórnað og trukkast eitthvað á sjónum...