Bara til að gera það ljóst í byrjun þá eru konur á Íslandi ekki kúgaðar. Þær hafa það hvergi betra en hér.

Ég er allgjörlega á ykkar bandi og styð jafnrétti af fullum hug. Þennan kork á að líta á sem ráð til betra gengis fremur en útásetningu eða gagnrýni.

Ef við pælum í hugsuninni á bak við daginn í dag þá voru konur að sýna fram á hve mikilvæg vinna þeirra væri með því að ganga út einmitt á mínútunni sem þær væru búnar að vinna sér inn sín venjulegu laun ef þær væru með sömu laun og karlmenn samkvæmt einhverri fáránlegri formúlu.
Teljið þið virkilega að það hjálpi ykkur með stöðuhækkanir að ganga út úr vinnunni ykkar, haldið þið að þið komist í mjúkinn hjá yfirmanneskju ykkar með því að ganga út? Önnur rökvilla í þessari útgöngu er að þið eruð á sömu launum þó þið gangið út og þið eruð að tapa þúsundum króna á því að vinna svona stutt.

Svo við köfum aðeins í fyrrnefnda fáráðarformúlu þá segir hún að karlmenn hafi að meðallagi 60% hærri laun en konur. Í þessa formúlu eru teknir bæði Baugsfeðgar og áætlaður fjöldi asískra skúringa og fiskikvenna. (Ég hef ekkert á móti Asíubúum og ég hef ekkert á móti skúringa eða fiskvinnslufólki).
Í svona formúlu á að taka laun fólks fyrir sömu menntun og sömu vinnu í jafn langan tíma. Þeim launamun er nánast búið að útrýma á Íslandi.

Ef við köfum þá frekar ofan í hvers vegna þessir háttlaunuðu þingmenn og bankastjórar séu svona margar miðað við konurnar.
Um 130 ár eru síðan fyrstu kvennréttindasamtökin voru stofnuð. Þá voru liðin 60.000 ár frá því fyrsta konan kom fram, á sama tíma og fyrsti maðurinn.
Ég tók þátt í ræðukeppni fyrir stuttu þar sem var fullljóst að ef maður stæði sig vel þá kæmi það sér mjög vel fyrir mann, bæði upp á reynslu og aðra atburði seinna. Karlar og konur standa jafnfætis í ræðumennsku, samt tóku aðeins þátt 6 konur á móti 26 mönnum. Ég tók eftir þessu og spurði nokkrar stelpur hvers vegna þær hefðu ekki mætt. Svarið var án undantekningar: ,,Æ, ég veit það ekki." Þær vita það ekki. Þeim var fullljóst um þá kosti sem þetta gæti hafa haft fyrir þær en þær vissu ekki hvers vegna þær tóku ekki þátt. Þær höfðu nægan tíma en vissu ekki hvers vegna þær tóku ekki þátt.

Af þessu má virkilega draga þá ályktun að konur séu ekki að koma sjálfum sér nóg á framfæri.
Það þýðir ekki að fá lagasetningu sem skipar þeim eitthvað ákveðið hátt í þjóðfélagsstiganum, þær þurfa sem einstaklingar að koma sjálfum sér á framfæri. Með sömu menntun og starfsreynslu er nánast útrýmt að munur sé gerður á ráðningu manna og kvenna á Íslandi. Þá gæti smá munur eins og góð ganga í ræðukeppni eða reynsla á svipuðu sviði ráðið úrslitum.

Til gamans má líka pæla í því hvort það að gera bleikan að kvennalit, og þar með að flokka liti eftir kynjum ýti ekki undir mismunun þar sem verið er að gera úr því að karlinn og konan séu svo mismunandi.

Að lokum vil ég taka það fram aftur að þetta er ekki skrifað til að rakka neinn eða neitt niður heldur til að lýsa skoðunum og koma með ábendingar um hvað væri hægt að gera fyrir betra gengi.