Bara svo það sé á hreinu:

Konur eru með 64% af tekjum karla (án tillits til vinnustunda, tegund starfs o.s.frv.).

Karlar hafa 14% hærri laun þegar búið er að taka tillit til vinnutíma, aldurs, starfsaldurs, stéttar og menntunar.

Sjá nánar á Vísindavefnum: http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=5350

Þessi munur er til staðar, og hann er ekki hægt að skýra út frá neinu NEMA kynferði. Og því erum við að mótmæla.

Hluti ástæðunnar liggur hjá vinnuveitendum sem leynt eða ljóst meta ekki konur til jafns við karla. Sömuleiðis liggur sökin að hluta til hjá konum sjálfum sem meta sig yfirleitt ekki jafn verðugar og þær eru.

Það þarf vitundarvakningu hjá öllu samfélaginu. Vinnuveitendur þurfa að vera meðvitaðir um að mismuna ekki starfsfólki sínu og konur þurfa að vera meðvitaðar um að vera harðar, standa á sínu og biðja um laun sem þeim finnst í raun of há, þá kannski fá þær á endanum sanngjörn laun.