Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

siggiingi
siggiingi Notandi síðan fyrir 17 árum, 4 mánuðum 31 ára karlmaður
884 stig

Neu! (6 álit)

í Gullöldin fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Coverið á fyrstu plötu Neu! Hljómsveitina skipa snillingarnir Klaus Dinger og Michael Rother. Áhrifamesta Krautrock band sögunnar og er einkenni sveitarinnar klárlega Motorik trommurnar sem keyra lögin áfram eins og kappakstursbíl.

Mahavishnu Orchestra (1 álit)

í Gullöldin fyrir 12 árum, 7 mánuðum
Flottasta Jazz rock fusion band sögunnar. Fyrstu tvær plöturnar, Inner Mounting Flame og Birds of Fire sparka í rassa!!

High Fidelity (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 1 mánuði
Að mínu mati ein besta gamanmynd síðari ára. Finnst hún alltaf jafn mega sweet!

Ponyo (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Nýjasta mynd Hayao Miyazaki, en mér fannst þessi mynd frekar sweet. Miyazaki hefur einhvernveginn aldrei klikkað og mun held ég aldrei klikka.

Moon (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Ein besta mynd sem ég hef séð lengi. Höfundur og leikstjóri er Duncan Jones en þess má til gamans geta að hann er sonur David Bowie. Sam Rockwell er drullugóður í þessari mynd. Sci Fi af bestu gerð.

Grobschnitt (1 álit)

í Gullöldin fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Stórkostlegt þýskt band sem allir nördar ættu að tékka á. Solar Music Live er frábær plata.

Blade Runner (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Besta mynd sögunnar að mínu mati. Mjög fáar, ef ekki engar sem toppa þessa. Do Androids Dream of Electric Sheep, bókin sem myndin er byggð á er líka frábær.

Soft Machine (4 álit)

í Gullöldin fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Robert Wyatt og félagar í Soft Machine. Mikilvægasta bandið í Canterbury senunni. Mæli með þessu fyrir alla sem fíla Jazz eða einhversskonar tilraunamúsík.

The Big Blue (3 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Gríðarlega flott og falleg mynd frá árinu 1988. Myndin er eftir Luc Besson og skartar m.a. leikaranum Jean Reno, sem fór á kostum sem Léon the Professional árið 1944. Tónlistin eftir Eric Serra er líka ótrúlega sweet.

Dr. Strangelove (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Peter Sellers fer á kostum á þessari mynd. Stanley Kubrick er líka maðurinn. Brilliant mynd.

Eyes Wide Shut (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Seinasta mynd Stanley Kubrick…hreint afbragð!

The Usual Suspects (6 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ein flottasta mynd allra tíma. Handritið er magnað með ótrúlega flottum uppákomum. Flókin og útpæld mynd, og er hún ein af þessum myndum sem maður verður að horfa á aftur um leið og maður er búinn að klára hana einu sinni…svona eins og fight club.

From Dusk Till Dawn (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Frábær mynd. Ein af mínum uppáhalds!

Heat (2 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Þessi mynd…..er SNILLD!!

Rescue Dawn (17 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Hér má Sjá Christian Bale og leikara að nafni Jeremy Davies í myndinni Rescue Dawn. Verð að segja að þessi mynd hafi komið mér þægilega á óvart og hélt mér spenntum allar tvær klukkustundirnar. Kíkið á þessa.

Spirited Away (25 álit)

í Kvikmyndir fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Uppáhalds myndin mín allra tíma. Það er ótrúleg upplifun að horfa á þessa mynd.

Tony Banks (9 álit)

í Gullöldin fyrir 14 árum
Meistari Tony Banks, hljómborðsleikari Genesis. Hver einasta nóta sem maðurinn spilar á synthana sína gefur manni gæsahúð….og svo er Genesis náttúrulega bara besta hljómsveita allra tíma.

One flew over the cuckoo's nest (7 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Besta mynd allra tíma?…er ekki frá því.

Changeling (5 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Hér má sjá Angelinu Jolie í myndinni Changeling. Þetta er klárlega ein af 10 bestu myndum sem ég hef séð. Flottur söguþráður, myndin útpæld og Jolie fer á kostum í myndinni….maður var nánast með gæsahúð alla myndina….þannig að enginn tilviljun að hún sé í topp 250 inná imdb. Allir að horfa sem ekki hafa gert það.

Eastern Promises (9 álit)

í Kvikmyndir fyrir 14 árum, 1 mánuði
Hér má sjá Viggo Mortensen og Vincent Cassel í myndinni Eastern Promises. Allveg mjög góð ræma miðað við hversu skrítin söguþráðurinn er. Mér finnst Viggo púlla það vel að vera Rússi. Mæli með þessari.

About Face (4 álit)

í Gullöldin fyrir 14 árum, 1 mánuði
Flott plata með Gilmour sem ég var að fá mér um daginn. Sum lögin eru frekar tæp en önnur eru frábær og minna mikið á late Pink Floyd. Pete Townshend samdi tvo texta á plötunni fyrir hann og þeir sem spila með honum á plötuna eru engir aðrir en Jeff Porcaro og Pino Palladino

Freddie Mercury (7 álit)

í Gullöldin fyrir 14 árum, 2 mánuðum
Klárlega frægasta motta rokksögunnar.

Robert Wyatt (2 álit)

í Gullöldin fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Hér má sjá Soft Machine meistarann Robert Wyatt. Talin vera einn merkasti tónilstarmaður breta. Þetta kalla ég góða skeggrót.

Jeff Berlin (13 álit)

í Jazz og blús fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Einn allra flottasti Fusion/Prog bassaleikari sem ég hef hlustað á. Minnir rosalega á Pastorius sjálfan.

Aphrodites Childs (1 álit)

í Gullöldin fyrir 14 árum, 3 mánuðum
Þetta er rosalega góð grísk Psychadelic hljómsveit sem var starfandi frá 1967 - 1972. Meðlimir þessarar sveitar voru t.d. hinn eini sanni Vangelis og Demis Roussos. Tékk it át!
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok