Tja uppáhalds hljómsveitin mín er ávallt Weezer. En ég tel þá nú seint þá bestu. Hvað varðar sveitir sem eru samsettar af sem bestum hljóðfæraleikurum þá væri hægt að nefna Led Zeppelin, Metallica og The Who. Svo eflaust fleiri sem ég þekki lítið til. Oasis komast seint þangað inn þó trommarinn Zak Starkey, sem er nýjasti meðlimur sveitarinnar (sonur Ringo Starr), bætir nú heildarbraginn á gæðum hljóðfæraleiksins.