Já bara mig langaði að benda á þetta. Núna eru tónleikar með goðsögninni Iggy Pop og hljómsveitinni hans The Stooges á miðvikudaginn 3. maí.

Hægt er að lofa þrusu rokktónleikum. Margir bera fyrir sig að þekkja ekki tónlistina og skiljanlegt að þeir viti kannski ekki hverju þeir eiga von á.

Hérna www.myspace.com/rr_promoters eru 3 video af tónleikum með bandinu frá árinu 2004. Nokkuð klárt að ef íslenskir áhorfendur verða svona vel með á nótunum þá getur allt gert þegar Iggy Pop er annars vegar.

Hvet því alla sem hafa gaman að fara á alvöru rock ‘n’ Roll tónleika að kíkja á þetta … auk þess er úrvalið af rokktónleikum í ár, þá það sem hfur verið tilkynnt, ekki upp á marga fiska. Svo er þetta líka á skaplegu verði miðað við margt annað.

Einnig er getraun í gangi þarna á Myspace síðu tónleikahaldarans og þarf bara að svara 3-4 spurningum um bandið og svörin eru öll í grein sem hægt er að finna á síðunni.
Dregið verður úr réttum svörum og miðar í verðlaun.

Ef þú nenntir að lesa þetta … þá ertu frábær ;)
ahh, enga fjandans undirskrift takk :)