Sæll, Ég veit ekki hvað þú átt við með hreinsunum. Ég er talsmaður þjóðlegra, íslenzkra framfara. Ég er ekki á móti því að jákvæðir, erlendir, uppbyggjandi vindar blási um íslenzkt þjóðfélag, því fer fjarri, en ég geri mér grein fyrir að það verður alltaf að byggja á einhverjum grunni og slíkur grunnur er til staðar hér á landi. Því er ég ekki spenntur fyrir því að slíkir vindar verði að fárviðri sem leiði til þess að menn missi fótfestuna á íslenzkri jörð. Margt hefur vissulega blómstrað...