Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Óstöðugleika já. Nú ætla ég ekki að mæla með einræði á nokkurn hátt en síðast þegar ég vissi skapaði lýðræði meiri þjóðfélagslegan óstöðugleika en einræði. Kv. Hjörtu

Re: Stefna þjóðernissinna á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Er úttektin já sem sagt fullkomin? Jæja. En fyrst hann sér ekki ástæðu til að gera athugasemdir við meira en 2,8% af stefnuskránni ætla ég að hún sé að öðru leyti í nokkuð góðum farvegi. Ég er alveg sáttur við það :) Kv. Hjörtu

Re: Stefna þjóðernissinna á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Hvaða samfélagslegu vandamál hefur Flokkur framfarasinna verið að kenna fólki af erlendum uppruna um? Flokkurinn hefur ekki eignað neinum neitt sem hann hefur ekki átt innistæðu fyrir og starf hans einungis miðað að því fyrst og fremst að miðla upplýsingum um þessi mál og önnur til almennings og einfaldlega segja sannleikann. En það má víst ekki. Varðandi Danmörku, ertu þá nokkuð til í að gefa einhverja skýringu á þessum upplýsingum sem byggðar eru á gögnum frá dönskum stjórnvöldum?...

Re: Stefna þjóðernissinna á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Mjög langt. Þær kröfur sem Flokkur framfarasinna gerir til innflytjendamála á Íslandi eru að mörgu leyti minni en þær kröfur sem gerðar eru til innflytjenda í mörgum nágrannalöndum okkar s.s. Danmörku, Bandaríkjunum og Kanada. Ennfremur er samlíkingin við American History X frekar ósmekkleg. Kv. Hjörtu

Re: Stefna þjóðernissinna á Íslandi

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Gott að vita að þú hafir einungis athugasemdir við fjórar greinar í stefnuskrá sem hljóðar upp á 140 greinar, það gerir um 2,8% af stefnuskránni sem heild. Eftir standa 97,2%. Ég er persónulega ágætlega sáttur við það enda víst ekkert í þessum heimi fullkomið :) Kv. Hjörtu

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, …en af hverju káluðu Bandaríkjamenn ekki Saddam eftir Persaflóastríði? Þeir höfðu alla burði til þess en hættu við það þó það hafi verið yfirlýst markmið með stríðinu m.a. að koma manninum frá völsum. Og af hverju gerðu þeir það ekki? Vegna þess að þeir töldu það þjóna hagsmunum sínum betur að hafa hann þarna á þeim tímapunkti af ótta við að Íranir myndu nota tækifærið og ráðast á Írak og því þyrfti að vera sterkur leiðtogi í Írak. En svo breyttist það allt örfáum árum síðar,...

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, …en voru Bandaríkjamenn að eyða þessu fé í uppbyggingu Þýzkalands hernaðarlega fyrst og fremst með sína eigin hagsmuni í huga eða hagsmuni Þjóðverja? Þeir byggðu aðallega V-Þýzkaland upp á tímum kalda stríðsins og það væntanlega af augljósum ástæðum. Kv. Hjörtu

Re: BNA refsar Þýskalandi

í Deiglan fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Þetta mun án efa auka á gjána á milli ESB og BNA. Þýzkaland er jú einu sinni öflugasta ríki ESB og að mörgu leyti uppistaðan í sambandinu. Nýtt kalt stríð í vændum? Kv. Hjörtu

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæl, Alls ekki! Ég vil endilega komast í umræddar fréttir ef þess er kostur og fá sem réttasta mynd af málinu. Þú mátt því endilega gefa mér upp í hvaða fjölmiðlum þetta kom fram og hvenær og ekki væri verra að fá að vita hvar fréttirnar er að finna svo ég geti örugglega kynnt mér þær Meðan ég hins vegar hef ekki þær upplýsingar þá tek ég eðlilega meira mark á þeim upplýsingum sem ég sjálfur hef úr fjölmiðlum. Kv. Hjörtu

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæl, Jæja, þú gefur loksins upp einhverja heimildir, gott mál. Var eiginlega farin að óttast að ekkert yrði af því. Ég er sem ég segi alltaf tilbúinn að kynna mér heimildir, en gætirðu nokkuð a.m.k. gefið mér upp dagsetningarnar á umræddum heimildum? Annars er mér auðvitað fyrirmunað að kynna mér þær og sannreyna. Hvað Anders Fogh Rasmussen áhrærir þá tek ég auðvitað mark á honum eins og öðrum heimildum með eðlilegum fyrirvara, a.m.k. á meðan orð hans eru ekki beinlínis hrakin. A.m.k. tek ég...

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæl, Með fullri virðingu fyrir þinni eigin upplifun af málinu, menntun og starfsreynslu þá segir það mér ekkert um það hversu yfirgripsmikla persónulega þekkingu þú kunnir að hafa af innflytjendamálum Danmerkur í heild. Ég taldi mig annars hafa svarað öllu því sem ástæða væri til að svara. Ef ekki máttu endilega bera upp einhverja spurningar þar að lútandi. Kv. Hjörtu

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Það sagði ég ekki enda er ekki svo. Niðurstaða flestra þeirra fræðimanna, sem þarna voru til umræðu t.d., er hins vegar sú að þjóðernishyggjan byggir að miklu leyti á raunverulegum forsendum. Annars veit ég ekkert hvað þú ert að tala alltaf um einhvern menningarlegan aðskilnað og hreinsun og ég veit ekki hvað. Ég er ekki talsmaður fyrir slíkt og hef aldrei verið. Þjóðernishyggja er margslungið fyrirbæri eins og þarf ekkert að standa fyrir einhverja einangrunarstefnu ef þú heldur það þó...

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Þetta getur auðvitað hæglega verið mismunandi eftir löndum en allavega er fjölgunin 1,64 börn á konu að meðaltali í Bretlandi og skv. upplýsingum þaðan þarf það að fara niður í 1,1 til að Bretum fækki. Þannig er einmitt staðan í Þýzkalandi, Ítalíu og Spáni að mér skilst. Dönum fjölgar annars ekki vegna innflytjenda nema í sennilega fáum tilfellum heldur fjölgar íbúum Danmerkur vegna þeirra. Það að vera Dani er auðvitað ekki bara það að hafa danskan ríkisborgararétt og/eða búa í...

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Það sem skipti sköpum í íslenzkri endurreisn voru miklu fremur óbeinerlend áhrif, og þá ekki hvað sízt áhrif þjóðernishyggjunnar. Það voru miklu heldur bein erlend áhrif sem áttu sinn þátt í hingnun á Íslandi um langt skeið, erlend yfirráð. Annar hef ég aldrei nokkurn tímann lesið neitt eftir Hirflu-Jónas þannig að þú getur alveg verið afslappaður með það. Hins vegar lauk ég fróðlegu námskeiði í sagnfræði fyrir jól sem fjallaði um þjóðríki Evrópu með sérstaka áherzlu á íslenzka...

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Þjóðernishyggja er tengd rómantísku hreyfingunni sterkum böndum þar sem þetta hefur ósjaldan skarast það mikið að erfitt hefur verið að greina þetta að í framkvæmd. Hitt er svo annað mál að þetta eru tvær stefnur. Rómantíkin er að miklu leytidraumkennd en það sama er ekki að segja nema að hluta til um þjóðernishyggjuna sem reyndar gildir um flestallar stjórnmálakenningar meira eða minna. Kv. Hjörtu

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Ég veit ekki hvað þú átt við með hreinsunum. Ég er talsmaður þjóðlegra, íslenzkra framfara. Ég er ekki á móti því að jákvæðir, erlendir, uppbyggjandi vindar blási um íslenzkt þjóðfélag, því fer fjarri, en ég geri mér grein fyrir að það verður alltaf að byggja á einhverjum grunni og slíkur grunnur er til staðar hér á landi. Því er ég ekki spenntur fyrir því að slíkir vindar verði að fárviðri sem leiði til þess að menn missi fótfestuna á íslenzkri jörð. Margt hefur vissulega blómstrað...

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Þessar tölur koma til mín í gegn um danska og íslenzka fjölmiðla og til þeirra frá danska dómsmálaráðuneytinu og/eða ýmsum undirstofnunum þess. Ég hef einnig fengið ýmsar upplýsingar beint frá dönskum stjórnvöldum. Ég geri fastlega ráð fyrir að allt sem talið er skipta máli sé tekið inn í myndina þegar þessi gögn eru unnin. Yfirleitt er miðað við í þessum upplýsingum einhvern hluta s.l. 10 ára. Það mun yfirleitt vera reglan. Annars veit ég ekki til þess að Dönum fækki enn sem komið er...

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Reyndar er ég allt annað en laus við kímnigáfu þegar þannig ber undir. Mér fannst þetta bara einfaldlega ekki fyndið, vona að þú unir mér þess. Takk annars fyrir þessa fullyrðingu um mína persónu :) Kv. Hjörtu

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Alveg örugglega! En af einhverjum ástæðum eru glæpir innflytjenda mun fyrirferðameiri í opinberum tölum um glæpatíðni en glæpir Dana þrátt fyrir að vera alger minnihlutahópur í Danmörku, sbr. t.d.: “Samkvæmt lögregluskýrslum hefur glæpum sem útlendingar fremja í Danmörku fjölgað um 153% undanfarin ár. Á sama tíma hefur glæpum sem Danir fremja aðeins fjölgað um 13%.” Ég býzt við þvi að meðlimir ný-nasiataklíka séu allajafna Danir. Glæpir slíkra aðila eru auðvitað ekkert skárri sen þeir...

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Ótti afturhaldsaflanna segirðu. Þú hljómar eins og þú haldir að heimurinn sé svartur og hvítur, annað hvort vilji menn breytingar eða ekki og þar sé ekkert að finna inni á milli. Ennfremur virðistu halda að ekkert sé hreinlega til í þessum heimi sem ástæða sé til að óttast, allar breytingar séu góðar og að hafa aðra sýn á málið sé bara afturhald, vænihyggja, ofsóknaræði og hræðsla, svo notuð séu þín eigin orð. Ef heimurinn hljóðaði upp á slíkt draumaland myndi ég taka fullkomlega undir...

Re: Upphaf bresku Windsorættarinnar.

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Tja, Schram-ættin er allavega upprunin á Skagaströnd (Höfðakaupstað) í Húnavatnssýslu. Fyrsti Schram-inn á Íslandi var danskur kaupmaður þar og er grafinn í kirkjugarðinum á staðnum. Kv. Hjörtu

Re: Upphaf bresku Windsorættarinnar.

í Sagnfræði fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Sama er með t.d. eina virtustu bresku aðalsættina, Mountbatten. Þeir voru einnig upphaflega þýzkir og hétu þá Battenberg en breyttu nafninu um svipað leyti og konungsættin. Kv. Hjörtu

Re: Staða innflytjendamála í Danmörku í stórum dráttum

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll, Vissulega, enda tók ég fram að þetta væri bara ein saga þó hún segi vissulega sitt. En maður hefur bara heyrt margar slíkar sögur, of margar ef þú spyrð mig. Kv. Hjörtu

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll einu sinni enn, Hefði nú átt að svara þessu í einu lagi, en hvað um það. Langaði bara að bæta við einu varðandi þetta: “Samfélög nútímans eru gríðarlega hreyfanlegan og margbrotinn. Í mörgum ríkum er ekki lengur hægt að tala um eina þjóðmenningu heldur um fjölmenningu eða menningarfjölbreytni. Í mörgum evrópulöndum og löndum Ameríku eru kynslóðir af fólki sem hefur ólíkan menningarlegan bakgrunn en mynda samt sterka ríkis- eða þjóðarheild. Yfirleitt er þetta styrkur fyrir þessi...

Re: Meirihluti Breta vill hertari innflytjendalöggjöf

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sæll aftur, “Ráðstafanir okkar eiga því að lúta að því hvernig við sem þjóðarheild getum nýtt okkur sköpunarafl þess og kraft sem óneitanlega verður til í samfélagi þar sem margir og ólíkir menningarstraumar mættast og fara að vinna saman sem ein heild.” Þetta hljómar nú bara eins og uppskrift að sprengingu. Svipað og púður :) Ég er hlynntur þessari sýn á málið: “Fortíðin á … að kenna þjóðinni að virða sjálfa sig og trúa á sjálfa sig og framtíð sína. Þjóðin verður að vera sjálfri sér trygg,...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok