Magnolia var frekar slök, svo vægt sé til orða tekið. Ég náði aldrei að fylgja eftir söguþræðinum, mér fannst til að mynda sögurnar um fólkið í þeirri mjög óáhugaverðar og þegar upp var staðið, vissi ég ekkert á hvað ég hafði verið að horfa. Hins vegar hef ég ekki heyrt neitt nema gott um Crash og ég er spenntur að sjá hana, þarf bara að drífa mig á leiguna. P.S. Magnolia fær 8,0 á imdb.com en Crash 8,5. Það er allavega nokkuð ljóst hvor skorar hærra hjá fólkinu þarna úti.