Aðdáendurnir vildu hann ekki, þeir vildu bara Connery. Þeir voru ekki tilbúnir að sjá annan leikara fara með þessa háfleygu línu: “Bond, James Bond.” Persónulega fannst mér Lazenby standa sig mjög vel, hann gat sýnt tilfinningar þegar konan hans dó. Hann gat líka verið harður þegar á reyndi, sjarmör mikill og rómantískur.