Þetta ætti nú frekar að vera korkur á reynslusögum en mig langaði að senda þetta inn sem grein!

Nú tók ég mig nýlega til og lét verða af því að panta fæðubótarefni á netinu í fyrsta sinn, en eftir langa bið eftir sendingunni er ég farinn að sjá eftir þessu.

Þannig er mál með vexti að ég pantaði mér þrennskonar vörur á bodybuilding.com netversluninni og eftir að hafa lesið allt um allt á vefnum fannst mér ég vera sannfærður um ágæti bodybuilding.com og þeirra þjónustu.

En nú þegar ég hef haft tíma til að íhuga þetta þá sé ég að ég hef klárlega verið að henda peningum.

Ég pantaði semsagt 4,5 kíló af optimum 100% whey prótín og BSN NO-Xplode ásamt Animal pack vítamíni. Þetta kostaði mig samtals 14þúsund með sendingarkostnaði og fannst mér það vel sloppið!

Á vefnum stóð að ég fengi vöruna á 7 - 14 dögum með International Shipping service. Í dag eru dagarnir komnir uppí 25 og ég er enn að bíða.

Þá tók ég mig til og hringdi í póstinn og tollinn en hvorugt fyrirtækið vildi hjálpa mér eða veita mér einhverskonar þjónustu. Einu svörin sem ég fékk hjá þeim voru að pakkinn væri ekki kominn til landsins!

Áður en ég pantaði las ég allt sem ég fann um tollverð og innflutning á fæðubótarefnum, ég komst að þeirri niðurstöðu að sá tollur sem ég myndi þurfa að borga yrði óverulegur en þegar ég hringdi svo uppí póst/toll þá kom annað í ljós (eftir að ég var búinn að panta vöruna og bíða í 23 daga)

Þá erum við að tala um eitthvað sjúklega hátt verð og allskonar brögð af þeirra hálfu til þess að rukka mig um toll. Ég náði nú ekki öllu sem þessi elskulega kona sagði mér en mér var ljóst að ég myndi fara á hausinn þegar ég fengi vöruna, ef að ég fengi hana á annað borð.

Svo fór ég að velta fyrir mér lögum og reglugerðum um lyf og fæðubótarefni sem gætu hugsanlega verið á bannlista hérnlendis og er ég ekki viss hvort vörurnar sem ég pantaði séu á slíkum lista. En konan uppi í pósti sagði að það væri bókað að tollverðir myndi stoppa sendinguna og eyða svona nokkrum vikum í að vellta því fyrir sér hvað væri í þessu dóti og þeir myndu mjög líklega senda hana til baka og rukka mig fyrir sjúklega dýra tollskýrslu!

Lyfjeftirlitið er samsagt alltaf að banna hitt og þetta án þess að láta fólk vita. Fólki sem langar að fá að vita hvað er bannað og hvað er ekki fær það semsagt enganvegin á þessu skemmtilega landi fyrr en það er orðið of seint.

Svo virðist sem ég hafi verið illa svikinn af annahvort bodybuilding.com eða íslenskum stofnunum. Nú er ég með útprentaða kvittun fyrir kaupum mínum á þessum efnum og ég las að ef að tollurinn myndi senda þetta til baka til BNA þá fengi ég endurgreitt ef að vara væri heil!

Nú ætla ég að vona að tollverðirnir fari ekki að opna draslið til að bragða á því. Þá fæ ég nefninlega ekki endurgreitt!

Þannig nú bið ég um feedback frá ykkur og endilega segjið mér frá ykkar reynslu af þessum málum. Og endilega látið mig vita ef það er eitthvað sem ég get gert til þess að fá sendinguna mína!
“I'm not xenophobic, I just hate everyone.”