Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

reynir77
reynir77 Notandi frá fornöld 46 ára karlmaður
76 stig

Re: Diskur

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mhmm.. veit. SATA diskarnir eiga að vera hraðvirkari en ATA diskar og til að ná access tímanum niður þá þarf þennan snúning. En þar fyrir utan þá er ég nú alls ekkert að kvarta undan hávaða úr raptornum mínum.. hann kemur á óvart =) Kveðja Reyni

Re: Diskur

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
10.000 rpm fáránlega mikið. Skil þig ekki. Hvað þá með 15.000rpm diska?? Kveðja Reyni

Re: Nýjar mýs frá Microsoft.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hehe.. svalt að fá sér leðurmús! Kveðja Reyni

Re: Nýjar mýs frá Microsoft.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já hvað meinarðu eiginlega með þessu maður… 9 MB!! =) Kveðja Reyni

Re: Svör manna hér á Huga oft útí bláinn.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
1. Skiptir máli að diskarnir séu tengdir nákvæmlega eins og í fyrri uppsetn. Þ.e.a.s. diskur sem var á channel 1 verði áfram á channel 1. og sama gildir þá auðvitað um hinn diskinn. 2. Að diskarnir séu jumperaðir eins og áður og ef þeir voru á CS þá að hafa þá tengda eins og áður. Þ.a. diskur sem var primary verði það áfram og diskur sem var slave verði það áfram. 3. Chunksize-ið þarf að vera það sama. Held samt að defaultið sé yfirleitt 16KB. 4. Biosinn á öllum þeim controllerum sem ég hef...

Re: Svör manna hér á Huga oft útí bláinn.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Elsku karlinn minn þetta er kanski bara spurning um að kunna á biosinn á controlernum. Ég hef prufað að skipta á milli 4 controllera já og það allir frá sitthvorum framleiðandanum. Promise, HighPoint, ITE, SiliconImage. Og svo sá ég líka á mörgum forumum þennan punkt sem ég nefndi áður að þetta er staðall sem framleiðendurnir fylgja. Ekki taka þessu persónulega með besservisseragjammið; þeir taki það til sín sem eiga það =) Kveðja Reyni

Re: Diskur

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Jamm, ég er ekkert að finna neinn mun, enda var ég þar áður með stýrikerfið á raiduðu diskunum. Það á samt að vera miklu minni CPU resource sem þarf í diskvinnslu á raptornum. Ég er reyndar bara búinn að vera með hann í ca. viku. Ég hef allavega enga slæma reynslu af honum, ef það hjálpar eitthvað =) Kveðja Reyni

Re: Upgrade!!!

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mín reynsla er sú að tölvan (CPU og minni) sé flöskuhálsinn í þessum efnum. Nýjustu skjákortin eru yfirleitt langt á undan sinni samtíð og því mun öflugru en þörf er á (á þeim tíma sem þau koma út). Með 30þús kallinn mundi ég pæla í einhverju ódýru móðurborði fyrir P4 socket478, sem styður samt 533MHz FSB og jafnvel með stuðning við DDR400 (svona með seinnitíma uppfærslur í huga). Nóg til af þessum móðurborðum í computer.is. Þá er að finna sér ódýran CPU. Bara einhvern Celeron í bili. Meira...

Re: Diskur

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
mkay.. 37GB raptor diskurinn minn er að ná í kringum 55MB/s í transfer rate. 2x120GB raid arrayið mitt er að ná um 80-90MB/s spurning hvað kemur út úr því að raida sata diskana. =) Spáðu hins vegar aðeins í stærðar- OG verðmun. Kveðja Reyni

Re: Diskur

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er viss um að þú færð meira fyrir peninginn ef þú getur keypt þér tvo ATA diska og raidað þá. Skoðaðu dóma um raptor diskinn á tom's hardware til deæmis. Kveðja Reyni

Re: Svör manna hér á Huga oft útí bláinn.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Það hefur enginn verið að tala um það að vera ósáttur við ókeypis hjálp. En það er bara engin hjálp í því þegar menn eru að rugla um eitthvað sem þeir þekkja ekki. Í guðanna bænum ekki vera að taka þetta persónulega. Kveðja Reyni

Re: Svör manna hér á Huga oft útí bláinn.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Já og eitt enn… Það er alveg jafn pirrandi þegar sölumenn í tölvuverslunum þykjast vita um hvað þeir eru tala en tala samt bara tóma steypu. Og það er reyndar líka free advice. Það er bara ógeðslega lítið gagn af ráðleggingum, hvort sem þær eru fríar eða ekki, ef sá sem er að ráðleggja hefur ekkert efni á því að vera að ráðleggja eða ætti a.m.k. að láta það í ljós að hann sé ekki alveg viss um að hann fari með rétt mál. U C =) Var ekkert að skjóta á þitt svar enda tekurðu fram að þú efist en...

Re: Svör manna hér á Huga oft útí bláinn.

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki að setja út á góð svör. Þú ert dáldið að misskilja, því það eru til menn sem þurfa endilega að láta eins og þeir eigi svör við öllu þó þeir viti ekkert um málið. Svo var ég ekki bara að tala um tiltekinn þráð heldur var hann bara eitt dæmi af rosalega mörgum. Þú hlýtur nú að kannast við það að sjá svör sem eru algjörlega út í hróa en hljóma samt eins og að gaurinn viti allt um málið. Ég veit alla vega að það eru mjög margir sammála þessu. Kveðja Reyni

Re: HyperThreading og XP

í Windows fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Svara bara sjálfum mér.. Júbb XPið styður HT maður þarf bara að installa réttum kjarna (kernel). Kveðja Reyni

Re: skjákort sem getur sýnt 2 mismunandi hluti?

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þarft bara dualhead skjákort og öfluga vél.. ekkert mál!! Kveðja Reyni

Re: Tölva

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ok. Pakkinn sem þú ert að pæla í kostar ca. 123.000 kall. án vinnsluminnis (ætlar þú ekki að fá þér DDR400 minni?) Pakki II ( 120.548 kr) GigaByte 8KNXP móðurborð sennilega eitt besta borð á markaðnum í dag. 25.702 kr. stgr. http://tolvuvirkni.net/pw?inc=view&flo=product&id_top=510&id_sub=794&topl=507&page=1&viewsing=ok&head_topnav=GBGA-8KNXP 2.4 GHz 800MHz FSB örri 23.655 kr ATI 9700 Pro hjá tölvuvirkni 34.266 kr stgr. Kassinn í computer 16.975 kr WesternDigital 120 GB SATA diskur 19.950 kr...

Re: Tölva

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Enn eitt!!! =) Þú getur sparað þér 13000 kall með því að kaupa þér frekar 2.4GHz örra. Rökstuðningur minn fyrir því að það sé skynsamlegt er sá að það er alltaf mikið auðveldara að overclocka hægu örrana heldur en þá hraðari. Skoðaðu þetta t.d. á www.overclockers.com þar sem þeir sýna niðurstöður í overclockun á 2.4 GHz og 3.0GHz. Þú getur farið létt með að overclocka 2.4 upp í 3.6GHz án sérstakrar kælingar en það er bara mjög svipað og hægt er að overclocka 3.0GHz án sérstakrar kælingar. Kv. Reyni

Re: Tölva

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Og náttúrulega ef þú sparar þér 10þús kallinn þá gætirðu í staðinn spekúlerað í því að fá þér móðurborð með SATA-controller og fá þér svo SATA disk. Spurnig með vinnsluminni, ég mundi í þínum sporum frekar kaupa mér Kingston minni í tölvuvirkni frekar en minnið sem þeir selja í Computer.is Kv Reynir

Re: Tölva

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ekki spreða 10.000 kalli í hljóðkort því það er 6 rása hljóðkort á móðurborðinu sem er ekkert slæmt. Hljóðkortið sem þú ætlar að kaupa með þessu er hvort eð er ekkert pro hjóðkort þannig að það er enginn tilgangur með því að kaupa það. Kv Reyni

Re: Hvort er betra?

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ó jú það er mikill munur á minniskubbunum. Kingston minnið er á CL2 en noname er á CL2.5 eða jafnvel CL3. Það er því ca. 30-50% hraðari minnisvinnsla og þar sem að minnið er flöskuhálsinn í vinnslu tölvunnar þá munar þetta heilmiklu. Kveðja Reyni

Re: Frá einum RAID controller yfir í annan !!

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ok ég er reyndar með PCI raid kort þannig að ég held því bara, þá ætti ég að vera safe. Takk

Re: Stilling í Windows XP

í Windows fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Skil samt ekki að mönnumn þyki þægilegra að losna við filename extensionið.. þannig er defaultið þegar maður installar windows en ég breyti því alltaf þannig að ég sjái extensionið. Oh well,.. þarfir manna eru misjafnar.. bara svona smá comment =) Kveðja Reyni

Re: IBM Deathstar?

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Athugaðu að þú getur fengið Western Digital diskinn 120 GB með 8 MB buffer á 13.747 í Tölvuvirkni. Kveðja Reyni

Re: Kassa kæling

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Virkar örugglega ágætlega en samt alltaf gott að hafa í huga að heita loftið leytar upp og ef eitthvað stoppar heita loftið eins og t.d. lokið á kassanum þá safnast það bara fyrir og vifta á hlið verðu að hluta til að soga niður og út heitt loft sem þegar hefur farið upp.. ef þú skilur hvað ég á við. Þetta var allt ein setning =) hrmhmm.. Kveðja Reyni

Re: Kassa kæling

í Vélbúnaður fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Best ef þú getur komið viftu fyrir ofan við örgjörvann sem sogar loft frá honum og blæs því út. Ég get lofað þér mikilli breytingu á hitastiginu í kassanum og á örranum líka. Kveðja Reyni
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok