Ég sendi inn spurningu hér um daginn sem varðaði RAID array.
Málið snerist um það hvort hægt væri að flytja array á milli controllera án vandræða. Menn svöruðu mér því að það væri ekki hægt það yrði þá í það minnsta að vera controller frá sama framleiðanda… eða eitthvað á þá leið.

Þetta er bara bull sem sá hinn sami hefur einungis sagt til að segja eitthvað, kanski þótt þetta sennilegt, en aldrei reynt þetta sjálfur og vissi ekkert um málið. Ég er sumsé búinn að sannreyna það að hægt er að flytja RAID array á milli hvaða controllera sem er því það er einhver staðall í gangi sem RAID controllerar verða að nota.

Að lokum!! Mér þætti ofboðslega gott ef menn gætu reynt að halda sig á mottunni þó þeir iði í skinninu yfir því að geta sent grein eða svar á korkana hér. Reyna þá frekar að finna eitthvað gáfulegt að segja sem mark er á takandi. Ég hef alla vega haft þá reglu fyrir sjálfan mig að ef einhver spyr einhvers sem ég veit lítið eða ekkert um þá þegi ég bara. Dæmið sem ég nefndi hér að ofan um gjammandi besservissera er svo órafjarri því að vera eina dæmið.. því miður.

Well, well.
Kveðja Reyni