málið er það að síðasta ár er búið að vera mjög erfitt, mamma mín dó í apríl og ég tók mér frí í skólanum á haustönn til að jafna mig, ég var samt að vinna líka en bara snemma á morgnanna og seint á kvöldin. Þannig að rútínan mín er komin öll í fokk. Ég sef illa á nóttunni, sef oft yfir mig, á erfitt með að borða morgunmat og svo um 12-3 leitið á daginn er ég gjörsamlega búin… svo er ég alltaf alveg sársvöng seint á kvöldin þó að ég borði góðan kvöldmat.