Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

optimusprime
optimusprime Notandi frá fornöld 33 ára karlmaður
1.802 stig Sambandsstaða: Ekki á lausu
Hefur áhuga á: Klingonum
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950

líkamstjáning african grey (0 álit)

í Fuglar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
líkamstjáning African Grey milli manna og dýra eru miklir tungumálaerfiðleikar Menn nota miklu meira talmál til að tjá tilfinningar og langanir á meðan fuglar(og flest önnur dýr) nota líkamstjáningu þess vegna hef ég ákveðið að koma með nokkra punkta varðandi líkamstjáningu african grey sjálfur á ég 2 ára congo african grey að nafni moli, algjört yndi en þegar ég fékk hann þá fannst mér hann vera óþekkur hann gargaði og skeit allstaðar, henti fóðri út um allt og mér fannst hann gera allt sem...

Gárar (1 álit)

í Fuglar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Inngangur Hér ætla ég að segja frá gárunum, ummönnun þeirra, hvaðan þeir koma o.fl. Ég á eki gára en mig langar í einn. Þess vegna valdi ég að skrifa um gárann því þá læri ég ýmislegt um gárann í leiðinni. Gárar Gárar koma frá Ástralíu en eru innfluttir til Bandaríkjanna. Í Ástralíu má sjá stóra hópa gára í leit að fræjum á jörðinni. Gárar eru flakkarar sem halda sig í stírum hópum, þeir búa aldrei lengi á sama stað. Þeir eru vanalega grænir og gulir í venjulegu umhverfi sínu og þannig eru...

Keisaramörgæs (0 álit)

í Fuglar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Ætla að senda hérna inn smá grein um Keisaramörgæsina. Ath langt síðan ég gerði þetta en fannst ýmislegt fróðlegt við þetta þegar ég fann þetta svo ég ákvað að deila þessu með ykkur.. Keisaramörgæsin er stærst allra 16 mörgæsategundanna. Hún verpir aðeins á snjó og ís og er einn fárra fugla sem gera það. Keisaramörgæsin þolir einnig meiri kulda en aðrir fuglar. Á varpstöðvum hennar er meðalhitinn um -20°C og oft fer vindhraðinn uppí 75 km./klst. Í byrjun kaldasta árstímans þá verpir...

Congo African Grey. (0 álit)

í Fuglar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Congo African Grey. Jæja, þá er kominn tími á að maður skrifi hér stutta grein/umfjöllun um African Grey fuglinn. Eins og flestir ættu að gera sér grein fyrir þá er þetta páfagaukategund, sem leggur jú uppruna sinn til Afríku. African Grey fuglinn skiptist í 2 tegundir, þær Timneh og Congo. Í þessari grein mun ég fjalla um þá síðarnefndu, Congo. ———————————————– Congo African Grey fuglinn er ósköp eðlilegur í útliti, hann er grár á búknum, aðeins ljósari á hausnum og eldrauður á stélinu,...

ýmsir fuglar (0 álit)

í Fuglar fyrir 12 árum, 9 mánuðum
Ýmsir Fuglar. Haförn (Haliaeetus albicilla) Haförninn er oft kallaður konungur fuglana, en hann er þó ekkert sérlega glæsilegur en hann bætir það upp með stærð sinni. Haförninn er stór fugl með stóran haus, langann gogg sem er stærri en flestir aðrir ernir hafa og breiða vængi sem hafa yfir tveggja metra langt vænghaf. Fullorðin haförn er móbrúnn að ofan en ljósari á bringunni og kviðnum, en unginn er dekkri.Þegar haförn flýgur yfir sést hann oft úr mikilli fjarlægð leita sér að bráð....

Beinabygging Fugla (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Greinilega sést á líkamsbyggingu fugla að aðlögun að flugi hefur staðið yfir í tugmilljónir ára. Mest áberandi eru fjaðrirnar en þegar að er gáð má sjá að kröfum flugs hefur verið svarað í nánast öllum líkamskerfum fuglsins. Beinagrind Forfeður fugla voru þunglamalegar eðlur. Beinagrind fugla hefur því breyst mikið og þróast eftir þeim kröfum sem flugið gerir, og má þar nefna léttari byggingu beinanna og sveigjanleika þeirra. Hauskúpan er létt og samgróin í fuglum og fyrir alllöngu hurfu úr...

Gárar (4 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: lilo Gárar Gárar eru æðislegir ef að rétt er farið með þá en þeir geta líka verið bara ,,fugl í búri” ef að þeir fá ekki þá athygli sem að þeir þurfa. Þeir eru auðveldir í tamningu og skiptir því litlu máli hvort að þeir séu handmataðir eða villtir, en ef að hann er keyptur viltur þá þarf að leggja mikin metnað í að þjálfa fuglin til að gera hann gæfan. Ef að hann er handmataður þá verður hann mjög líklega gæfur strax fyrstu vikuna, en það þarf ekkert endilega að vera, hann þarf að...

Lifnaðarhættir Haförns (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: vísindavefurinn Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá 4 til 7 kg. Haförninn var í mikilli útrýmingarhættu alla síðustu öld en 1913 ákvað Alþingi að vernda hann með lögum og hefur hann verið verndaður allar...

Ritan (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: Niea Ritan er af ættbálki strandfugla eða fjörunga, CHARADII-FORMEST en þar er að finna um 300 tegundir í mismunandi ættum og þ.m.t. vaðfugla, kjóa, þernur og svartfugla. Ritan er með algengustu fuglum Íslands. Hún er góðlegur og gæfur fugl. Ritan er á stærð við stormmáf og eru þessar tvær máfategundir oft ruglaðar saman. Lengd ritunnar er sirka 40 cm og vænghaf hennar 0,9 – 1,2 m. Hún er grá á baki og á vængjum en annars hvít að mestu. Fæturnir eru svartir og er hún með...

Haförninn (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: Versacee Haliaeetus acbilla - - Íslenski Haförnin – Haförninn eða Haliaeetus albicilla á latínu er stærstur íslenskra ránfugla, hann er með langa og breiða vængi og er allt að 69-91 cm að lengd og fullþroska Haförn vegur um 4-7 kg. Vænghafið getur orðið allt að 2,5 m, en kvennfuglanir eru mun stærri og allt að fjórðungi þyngri en karlfuglanir. Einkenni Haförns: Fullorðnir Hafernir eru oftast brúnir eða ljósgrábrúnir á lit með gult nef og klær, en oftast er höfuð, háls og herðar...

Sjaldséðir Fuglar á Íslandi (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: Toiletpaper Eins og flest vor hafa nú fundist nokkrir sjaldséðir flækingar, bæði komnir frá Evrópu og Ameríku. Flækingar eru fuglar sem hafa villst út fyrir sín venjubundnu heimkynni. Flestir flækingar sem sjást á Íslandi eru evrópskir farfuglar sem hafa villst á haf út á leið til varpheimkynna og vetrarstöðva. Mun fleiri flækingar finnast á haustin en á vorin og er það bæði vegna þess að þá eru fleiri einstaklingar á ferðinni og vegna reynsluleysis ungfuglanna. Dimmviðri og...

Búr Fugla búrfugla (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: sweet Langaði aðeins að minnast á hvað sé nauðsynlegt eða gott að hafa þegar á að gera búrið fyrir fuglinn tilbúið. Það getur verið að e-ð gleymist því mismunandi fuglategundir þurfa ekki alltaf sömu hlutina, en í aðalatriðum er það samt mjög svipað því þetta eru jú undirstöðuatriðin í heimilum þeirra :) Það er mjög gott að láta búrið standa hátt, þ.e.a.s. ekki að hafa það nálægt gólfi. Það þarf ekki að ná upp í loft en að hafa það upp á kommóðu eða sérstökum standi undir búrið er...

Smyrillinn (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: drenge Smyrill er minnstur af þremur ránfuglum sem Ísland á. Íslenski smyrillinn er talinn sérstök undirtegund (Falco columbarius subaesalon). Smyrillinn er 27-32 cm að lengd og er mjög smár fálki. Karlinn er um 27-30 cm að lengd og vegur um 170 grömm, en konan er um 30-32 cm og um 250 grömm. Karlinn er gráblár að ofan en rauðbrúnn að neðan með áberandi dökkbrúnum rákum. Stélið er með dökkum og ljósum þverrákum. Kvenfuglinn er grábrúnn að ofan og Ijós að neðan með dökkbrúnum...

Geirfuglinn (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: eysteinn Geirfuglinn er mér mjög hugleikinn og í mínum augum merkilegur fugl svo ég ákvað að skrifa smá hugvekjum um þennan útdauða heiðurs fugl, og nokkrar fl. pælingar t.d um klónun Geirfuglsins sem komst til umræðu í þjóðfélaginu á síðasta ári. Geirfuglinn eða pinguinus Impennis var frekar stór sjófugl eða rúmir 70 cm á lengd og langstærsti fuglinn í sinni ætt eða Alcae ætinni eða Svartfugla ætt á góðri íslensku. Ýmsar aðrar tegundir í þessari ætt eru algengar á íslandi enn í...

Zebrafinkur (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: nalani Zebrafinkur Persónuleiki: Zebrafinkur eru mjög auðveld gæludýr og þess vegna góðir byrjendafuglar. Þær eru sterkar og aðlögunarhæfar, enda er það nauðsin hjá þeim sem lifa villtar í Ástralíu. Þar lifa þær í stórum hópum og eru félagslyndar svo þeim líður best með öðrum finkum. Aldrei skal samt hafa einstaka finku með pörum því þá verður hún útundan. Margir telja að finkur séu háværar en það er aðeins ef margar eru hafðar saman. Hljóðin frá þeim eru frekar lágvær og...

Hrossagaukur (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Höfundur: Despictor Var að vinna ritgerð í Nát 103. Hrossagaukar eru einkar útbreiddir um norðurhvel jarðar en þó ekki um allra nyðrstu svæðin svo sem Grænland og Heimskauta-eyjar Kanda. Varpstöðvar hrossagauksins eru í tempruðu-svæðunum norðurhvels jarðar en á veturnar heldur hann til suðurhluta Evrópu, Asíu, S-Ameríu og Afríku. Kjörlendi hrossagauksins er mýrlendi, en hann verpir einnig á þurrari svæðum og jafnvel uppi á heiðum. Hreiður geriri hann sér yfirleitt milli þúfna og klæðir það...

Íslenski Hrafninn (0 álit)

í Fuglar fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Íslenski hrafninn. Í þessari grein ætla ég að skrifa aðeins um einn af mínu uppáhaldsfuglum Hrafnin. Íslenski Hrafnin er af ætt sem heitir Hröfnungaætt og tilheyrir spörfuglum. Hann er stærsti spörfuglin og einn sá tignarlegasti að mínu mati. Það hafa í gegnum tíðina margar sögur komið útrfá hröfnum, til dæmis þar sem þeir hafa bjargað fólki frá skirðum, eldgosum og örðu slíku, þó bara þeim sem hafa gert honum vel. Líka eitthver lög sem hafa komið útrfrá þessum æðislegu fuglum. Hrafnin er...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok