Höfundur: Niea

Ritan er af ættbálki strandfugla eða fjörunga, CHARADII-FORMEST en þar er að finna um 300 tegundir í mismunandi ættum og þ.m.t. vaðfugla, kjóa, þernur og svartfugla.

Ritan er með algengustu fuglum Íslands. Hún er góðlegur og gæfur fugl. Ritan er á stærð við stormmáf og eru þessar tvær máfategundir oft ruglaðar saman.
Lengd ritunnar er sirka 40 cm og vænghaf hennar 0,9 – 1,2 m. Hún er grá á baki og á vængjum en annars hvít að mestu. Fæturnir eru svartir og er hún með þrjár tær en ekki fjórar eins og aðrir máfar. Einu sinni var haldið að ritan væri stormmáfur og hefði bara misst eina tá á steini eða einhverju grjóti. En goggur ritunnar er gulur. Vængbroddar hennar eru alsvartir.
Hún hefur skæra rödd en er annars þögul. Eitt fjall er við hana kennt og heitir það Riturinn sem áður hét Rýtugnúpur eða Ritugnúpur og það er fullt af ritu. Ritan kemur snemma árs í febrúar og mars. Oft er hún fyrsta vísbending um að vetrakóngur sé að lina. Þá verða bændar við sjóinn ánægðir að heyra aftur í ritunni en svo í ágúst þegar ungarnir eru ornir fleygir far riturnar úr vörpum og bændum finnst léttir að losna við hávaðann. Ritan er ágætur sundfugl og syndir í öllum veðrum. Hún gengur sjaldan, hún notar fæturna meira í að synda. Fuglinn er léttari á flugi en stærri máfar, vængtök hennar hröð og hún flýgur í hópflugi í ritubyggð.
Ritan verpir í fuglabjörgum og er hún varpfugl. Eggin eru eitt til þrjú en oftast tvö og verpir hún þeim í hreiður sem hún býr til úr sinu, hún notar drit og munnvatn til að líma hreiðrið á klettasylluna. Lengd eggja eru 5,4 cm og á breidd eru þau 4,1 cm og þygnd þeirra er 50 g. Útungun tekur fjórar viku. Eggjaskurnin er ljósgrábrún og brún- eða svardröfnótt.
Ritur koma snemma í björg þótt komutími sé mismunnandi eftir tíðfari og varpstað. Varpstaði ritunnar er oftast að finna í sjávarhömrum, lágum klettum einstaka sinnum í eyjum og á fastalandi. Þær koma hreiðrum fyrir á klettasyllu eða smánibbu. Oftast verpa þær í opnu bjargi en stundum eru kórar eða sjávarskútar þétt setnir varpfuglum. Fyrir kemur að ritan verpi á bryggjum og byggingum. Á vaktaskiptum heyrist mikill kliður í bjarginu vegna þess að annar makinn þarf að reka hinn af hreiðrinu.
Ungarnir verða fleygir í ágúst.

Ritan er með algengustu fuglum Íslands og vegna nytja hafa flest ritubjörg verið þekkt frá gamalli tíð.
Ritum hefur stórfjölgað síðustu tvær aldir. Fjölsetnustu vörpin er með stærstu fuglabjörg landsins, t.d. Langanesbjörgum, Grímsey, Hornbjargi, Hælavíkurbjargi og Látrabjargi.
Ákveðin tími er sem skjóta má ritur og er það frá 1. mars til 15. mars.
Samkvæmt veiðiskýrslum árið 1995 voru veiddar nær 1440 ritur.
Ritan er mjög útbreiddur varpfugl við strendur Íslands. Ritur eru dæmigerðir sjófuglar og meiri úthafsfuglar en aðrir máfar. Fæðan er öll
úr sjó, sem hún stelur úr fiskitorfum við fiskibáta. Hún byggist einnig á sandsíli og smokkfisk. Stundum eiga þær til að stela frá örum fuglum að hætti kjóa. Ritu egg og ungar hafa lengi verið nytjuð. Í fuglafriðunnarlögunum er en gert ráð fyrir að landeigendum sé heimilt að tína egg þar sem slík tekja hefur talist til hlunninda.
Ritan flýgur mikið yfir sjó og er tegundin einn besti fugl sjómanna sem kalla hana Siggu.
Rita var merkt sem ungi á Breiðafirði fannst verpandi fjórum árum seinna í Orkneyjum við Skotland 1440 kílómetrum frá heimabyggð.
Spói og Heiðlóa eru oftast þær fuglategundir sem flestum dettur í hug sem vorboða en við sjávarsíðuna er ritan vorboðinn.
Á veturnar koma einstaka ritur öðru hverju upp að ströndinni en fjöldi fugla ræðst líklega mikið af ætisgöngum og veðurfari. Athugnir benda til þess að allt að ein miljón fugla haldi til á íslensku hafsvæði yfir veturinn.

Ritan er líkust stormmáfinum en þeir eru heldur stærri og ljósgrárri á baki, með grængult nef og fætur, með svartavængenda með hvítum blettum. En ritan með grátt bak, gult nef, svartar fæddur og svarta vængbrodda á sumrin en á veturnar bætast við svartir blettir á haus, hnakka og augu. Kynin eru eins að lit. Ritan er kátust í hægu bjartvirði og heyrist þá í henni eins og væl í litlum krakka eða ,,kittí-aak”.
Nýjar varpbygðir hafa komið til sögunar og sum eldri vörp stækkað. Á árunum 1983-1985 var stofnin metinn um 630.000 varppör í tvö hundruð byggðum en síðan hafa allmargarbyggðir bæst við.
Fæða ritu er öll sótt úr sjó, sótt í fiskitorfur við fiskibáta, í höfum eða annars staðar þar sem úrgangur fellur til.
Þegar ritan fer í ágúst fer hún til Atlandshafs.
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950