Höfundur: nalani

Zebrafinkur


Persónuleiki:
Zebrafinkur eru mjög auðveld gæludýr og þess vegna góðir byrjendafuglar. Þær eru sterkar og aðlögunarhæfar, enda er það nauðsin hjá þeim sem lifa villtar í Ástralíu. Þar lifa þær í stórum hópum og eru félagslyndar svo þeim líður best með öðrum finkum. Aldrei skal samt hafa einstaka finku með pörum því þá verður hún útundan.
Margir telja að finkur séu háværar en það er aðeins ef margar eru hafðar saman. Hljóðin frá þeim eru frekar lágvær og mismunandi eftir einstaklingum. Ungarnir gefa hinsvegar frá sér skræk hljóð þegar þeir sníkja mat frá foreldrum sínum.


Lýsing:
Nátturulegi og algengasti litur zebrafinkna er ‘venjulegur’grár (grey) sem lýsir sér þannig að finkan er með gráan búk, ljósan maga og svart stél með hvítum þverröndum. En einnig eru hvítar (white) og ljósbrúnar (fawn) finkur algengar á Íslandi. Aðrir litir eru t.d. Black Cheek (eins og grá nema með svartar kinnar), Pied (bland af grárri og hvítri) og Florida Fancy (með engan svartan lit í sér).


Kynin:
Karlfinkurnar eru oftast með appelsínugular kinnar, rendur á bringunni og brúnan flöt undir vængnum sem er alsettur hvítum doppum (fer samt að mestu eftir litarafbrigði finkunnar). Þeir eru einnig með dekkri gogg en kvenfinkurnar og geta gefið frá sér öðruvísi hljóð.


Búr og staðsetning:
Finkur þurfa mikið pláss. Búrið verður að vera nógu stórt til að þær geti flogið um, því stærra því betra. Þær þurfa nóg af dóti til að hafa eitthvað að gera og gott er að hafa hreiður fyrir þær til að sofa í. Búrið má ekki vera of nálægt glugga þar sem sólargeislar mega aldrei ná í meira en helming búrsins og á veturnar getur kuldi komist í búrið. Varast skal að dragsúgur komist að finkunum. Best er að hafa búrið þannig að það miðja þess sé í ~130cm hæð.


Fóðrun:
Aðal fæða finknanna á að vera fræ og/eða finkupellets. Svo þurfa þær að hafa kalkstein/kolkrabbabein, sand fyrir meltinguna, eggja-/kraftfóður fyrir kalk og einstaka sinnum ættu þær að fá ferskan mat (grænmeti og ávexti)


Ræktun:
Auðvelt er að fá finkur til að para sig ef þær eru settar bara tvær (tvö) saman í sér búr en best er ef þær fái að velja maka sjálfar. Þegar par er búið að myndast ætti að láta það fá lokað hreiður (semsagt ekki kanarífuglahreiður) og hreiðurgerðarefni sett á botninn á búrinu (en ekki nota spottana sem fást í flestum dýrabúðunum, ungarnir festast í þeim). Parið sér svo um að raða efnunum í hreiðrið og stuttu seinna ættu eggin að koma. Oftast verða þau 4-5 en vitað er um finkur sem hafa verpt eggjunum í lög (nokkur egg, og svo efni yfir og aftur nokkur egg). Parið byrjar að liggja á þegar þriðja eggið kemur og eftir eina viku er hægt að sjá hvort eggið sé frjótt með því að hafa ljós bakvið það og leita að æðum (samt á ekki að fikta of mikið með eggið). Eftir 2-3 vikur ættu ungar að skríða úr eggjunum. Ungarnir verða fullvaxta eftir aðeins um tvær vikur og kynþroska um tveggja mánaða. Ekki er samt ráðlagt að para finkur fyrr en þær eru orðnar 10 mánaða.
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950