Höfundur: Versacee

Haliaeetus acbilla -
- Íslenski Haförnin –Haförninn eða Haliaeetus albicilla á latínu er stærstur íslenskra ránfugla, hann er með langa og breiða vængi og er allt að 69-91 cm að lengd og fullþroska Haförn vegur um 4-7 kg. Vænghafið getur orðið allt að 2,5 m, en kvennfuglanir eru mun stærri og allt að fjórðungi þyngri en karlfuglanir.
Einkenni Haförns:
Fullorðnir Hafernir eru oftast brúnir eða ljósgrábrúnir á lit með gult nef og klær, en oftast er höfuð, háls og herðar ljósari en búkurinn sjálfur, en þetta er mjög mismunandi eftir einstaklingum, t.d geta þeir verið mjög ljósir og með stélið snjóhvítt. Nefið er fölguld og stórt , gildvaxið og þeir hafa mjög svo sterka fætur með stórum klóm til að grípa utan um bráðina líkt og þegar þeir festa klónum sínum í fiska sem geta verið mjög hálir ef reynt sé að halda á þeim.
Haförnin nam land hér á Íslandi langt á undan nokkrum mönnum og er talið að hann hafi nær eingöngu nærst á, fuglum, fiskum og öðru ætilegu sem rak uppí fjörunar hér á landi fyrir landnám. Það eru samt ekki allir hrifnir að þessum stóra glæsilega fugli því í gamla daga þegar sauðfjársjúkdómur herjaði á búskapinn hjá bændum áttu erninir greiðan aðgang af hræjunum og eitthvað fór það í bændur. Þá var hafist að telja fuglinn og var komist að því að það væru um eitt hundrað og fimmtíu hreiður hér á landi árið 1880 og í kjölfarið var stofnað sérstakt félag til að drepa erni og það félag bar heitið Vargafélag og það veitti mönnum tuttugu króna verðlaun fyrir að drepa hvern arnar fugl og sá peningur þótti mikill á sínum tíma. Það var hafist handa og dreift hræjum hér og þar um sveitirnar með strikíni í og þegar erninir bitu í hræjið þá stráféllu þeir og það er vitað allt um fimm erni sem hafa dáið af sömu beitunni.
Árið 1910 var arnar para talan komin niður í 30 pör, greip þá alþingi loksins í taumana á þessum málum og alfriðaði arnarstofnin árið 1913. Þrátt fyrir að fyrir að þeir höfðu verið alfriðaðir héldu margir bændur refaeitrun áfram og örnin rétt svo hélt velli á ákveðnum stöðum eins og á Vestfjörðum og við Breiðarfjörð, en samt hélt varp útbreiðslan að minnka og hún dróst ennþá meira saman.
Um 1959 voru nokkrir friðasinnar sem náðu að berja því í gegn á alþingi að refaeitranir yrðu bannaðar og í kjölfarið var stofnað Fuglaverndunarfélag Íslands árið 1963, og þeir tóku mál Hafarnarins sérstaklega fyrir og er þetta félag ennþá starfandi í dag.
Nú til dags hafa Hafernir það gott á Íslandi en það eru þó alltaf nokkrir pirraðir bændur sem finnast þeir séu bara argasta villidýr, það er talið að það séu um 120-150, fuglar á öllu landinu nú til dags en aðeins 35 - 40 varppör á öllu landinu í dag. Samkvæmt rannsóknum Dr. Finns Guðmundssonar segir hann að arnarstofninn hafi aldrei verið gríðarlega stór en talið 200-300 fullorðin arnarhjón áður en stofninum tók að hraka á 19.öld og hann benti á það sérstalega að svona stórir ránfuglar líkt og örnin er þurfa mikið svigrúm og því verpa þeir mjög strjált. Hreiðurgerð arnarins er yfirleitt mjög fábrotin, oft er hreiðrið aðeins grunn laut ofan í gróðurtorfu, aðal hreiðurefnin örlítið af mosa og þara, en þegar hreiðrið er á klettasyllum og hraunkömbum er yfirleitt meira af efnum í því vegna gróðurs útaf áburðarefna frá matarleifum og saur fuglana.
Ernir eru mjög sérstakir fuglar að því leyti að þegar er að ræða um hjón halda þau ævilangri tryggð á milli sín, þegar hreiðurgerð hefst vinna bæði karlfuglinn og kvennfuglinn jafnt að hreiðurgerð og loks þegar varptíminn gengur í garð um miðjan apríl, verpir kvennfyglið 1-3 eggjum en það er mjög sjaldgæft að þau nái þrem eggjum, karlfyglið tekur þátt í að liggja á eggjunum alveg jafnt og kvennfyglið þangað til líður á ásetutímann þá tekur kvennfuglinn að sér að liggja meira á eggjunum, þessi egg eru frekar lítil miðað við stærð fuglsins þau líkjast grágæsareggjum en hafarnareggin eru frekar áberandi hnöttótt en þeir sem ekki vita mikið um svona fuglamál gætu auðveldlega ruglast á þessum eggjum við egg grágæsarinnar. Útungunartíminn er yfirleitt 38. dagar, á þeim tíma fara bæði hjónin í fæðuleit en það er líka algengt að karlfuglinn fari einn á veiðar og komið með bráð í hreiðrið. Þetta atferli er þó ekki talið vera eingöngu fæðöflun fyrir kvennfuglinn heldur er þetta líka táknrænn siður í þætti sambúðar kynjana. Hjónin bæði annast ungana meðan þeir eru í hreiðrinu og þau sjá bæði um fæðuöflun fyrir ungana. Kvennfuglinn er víkur varla frá hreiðrinu fyrstu 3 – 4 vikurnar og skílir ungunum fyrir sól, regni og ver þá fyrir utanaðkomandi hættum, á meðan er karlfuglinn í fæðuleit og kemur með bráðina í hreiðrið þar sem kvennfuglinn tekur við henni og matreiðir hana fyrir ungana. Þegar ungarnir eru orðnir 4 – 5 vikna gamlir geta þeir farið sjálfir að vinna úr matnum sínum en kvennfuglinn heldur þó áfram að matreiða ofan í þá þegar hún er til staðar, en kvennfuglinn byrjar að vera meira frá hreiðrinu í matarleit með karlfuglinum.
Þegar ungarnir eru um 8.vikna gamlir fara þeir fyrst úr hreiðrinu og eru mikið í kringum hreiðrið, því þeir byrja ekki að fljúga fyrr en 10. vikna gamlir en geta þó ekki byrjað að fylgja foreldrum sínum á veiðar fyrr en þeir verða um 11 – 12 vikna gamlir. Þótt þeir séu byrjaðir að stunda veiðiferðir með foreldrum sínum halda foreldranir samt áfram að afla þeim fæðis með því að veiða bráð og fara með hana aftur að hreiðrinu eða einhverstaðar nálægt því, en þegar líður á tímann fara þeir að læra af foreldrum sínum að éta hvar sem er.
Þegar ungarnir læra að veiða nærast þeir aðalega á auðveldum hræjum líkt og sjórekna fiska og önnur hræ. Þegar liðnar eru um 5 – 6 vikur af þeim tíma sem þeir hafa yfirgefið hreiðrið, hætta foreldrar þeirra að skipta sér af þeim og þá þurfa þeir að standa á eigin fótum, þetta getur reynst þeim erfiður hlutur að þeir komi á staði sem þeir hafa aldrei komið áður á og finna nánast sem engan mat þá eiga þeir þá hættu að verða vannærðir og veslast upp, það er talið að ungar á 1.ári nærist eingöngu á hræjum.
Það er ljóst að íbúar þessar lands eiga haförnum skuld að greiða. Við erum að vissu leyti betur stödd en aðrar þjóðir sem hafa útrýmt tegundini og síðan reynt að koma upp nýjum stofni með því að flytja inn fugla frá öðrum þjóðum.
stjórnandi frá fornöld kubbur#2950