Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

obese
obese Notandi frá fornöld 112 stig
Áhugamál: Box, Bardagaíþróttir

Re: Mjölnir vs Combat Gym

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 3 mánuðum
Ég hef soldið prófað Mjölni en ekki combat gym. En með því að skoða stundatöflurnar og skoða hvað er í boði, þá sýnist mér að Mjölnir sé meira með þungann í áttina að BJJ og Combat Gym meira með þungann í áttina að MMA (meira MMA tengt striking í Combat og wrestling líka). Nú spyr ég bara þá sem betur þekkja hvort þetta sé rétt hjá mér? Mjölnir er samt nýlega kominn með meira box.

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Sorry en ég er búinn að vera að horfa á video af Grímni að æfa og þetta er djók. Mér er nokk sama um það hver munurinn á einu djóki er og öðru. Maður sér að þetta er djók meðal annars af því að hreyfingarnar eru ekkert eins og þær hreyfingar sem maður sér í bardögum í ufc eða þær tæknir sem maður sér virka ef maður horfir á video af alveru slagsmálum. Það er meðal annars þannig sem ég sé að einhver sem er að æfa grunnhreyfingar í boxi eða BJJ eða judo eða greco-roman án þess að sparra, er...

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég bara skil ekki hvernig þú getur rakkað þetta iga warriors svona mikið niður og haft trú á æfingunum í þessu videoi. Mér finnst bæði jafn langsótt.

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Sorrý… en allt sem ég sé hérna eru dansspor … úff http://www.youtube.com/watch?v=O4NARTK7dAI&feature=related

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Já ég sé heldur svosem ekki mikið að því að fólk stundi eitthvert sprikl eða dansspor sem er kallað bardagalist ef því finnst það gaman og það heldur því í formi og svo framvegis. Blekkingin þegar fólk trúir að þetta virki getur meira segja verið af því góða í sumum tilvikum af því að fólk hefur þá oft meira sjálfstraust og oft hvort sem er ólíklegt að það lendi í slag. Ég veit svosem ekki mikið um Ninjitsu en ég hélt alltaf að það væri svipað og japanskt jiu-jitsu og ekki sparrað í því og...

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það er náttúrulega ekkert alltaf sem svona bardagalistir einu sinni leyfa sparring. Það er amk sumstaðar bannað í Aikido. Ég hef ekki trú á því persónulega að neinn geti pakkað saman 18 manns í einu nema þessir 18 klúðri málunum mjög illa, en við getum bara verið ósammála um það.

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Já því að jafnvel bardagasnillingar eins og Gunnar Nelson myndu ekki geta það í sparring sem svona vitleysingar þykjast geta gert. Til dæmis færi Gunnar ekkert að sparra við 4-5 miðlungs kickboxera í einu eða grappla við 4-5 miðlungs bjj menn í einu og pakka öllum saman léttilega. Mér finndist annars mjög gaman að fá að glíma við nokkur svört belti í aikido og/eða japönsku jiu jitsu og sjá hvað þeir gætu. Ég í rauninni býst við að einhver sem er kominn svona hálfa leið í blátt belti í bjj...

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Já enda minnir svona bull óneitanlega á trúarbrögð og svona McDojo á sértrúarsöfnuð þar sem forstöðumaðurinn plokkar peninga úr meðlimunum. Ein klassísk afsökun sem þetta fólk notar oft til að keppa ekki eða sparra (svo það sjáist ekki að það getur ekki neitt) er að öll þeirra tækni sé svo “dauðleg” að það megi ekki sparra. Þetta er einhver versta afsökun sem ég veit. Ef þú hefur nægja stjórn og færni til að geta hitt á pressure punkta á fólki í bardaga og gripið hendi í únliðslás þegar hún...

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Já nákvæmlega þetta er algert drasl. Meira að segja kýlingarnar eru gersamlega stirðar og kraftlausar. Þetta fólk myndi ekki hafa grænan grun hvernig ætti að verjast alveru höggum og spörkum og ég myndi treysta mér (sem hvítt belti í BJJ) til að fara í gegnum allan æfingasalinn þarna og submitta hvern einasta af þeim í röð.

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Já það er auðvitað alveg hægt að ná únliðslás á einhverjum sem þú ert í rauninni þegar búinn að ná stjórn á í gólfinu, þó það sé þá sennilega bara einfaldara að ná einhverjum öðrum lás í staðinn. Það sem er hins vegar oft kennt í svona hefðbundnum og dauðum bardagalistum, er að grípa hendi sem er að fara að kýla mann og smella henni um leið í únliðslás. Það er nær ógerlegt, eins og nefnt var hérna áður, nema einmitt eins og talað var um að það sé þrautþjálfaður einstaklingur á móti...

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Vá hvað þetta eru pínleg video af þessum “ninjum”. Þetta video af æfingu hjá þeim er grátlegt. Ótrúlega léleg og veik högg og spörk þarna í púðana, enda virðast þetta mest vera einhverjir sófanördar sem æfa þarna frekar en íþróttamannslegt lið.

Re: Um Aikido og önnur dauð „bardagaform“

í Bardagaíþróttir fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég er alveg sammála því að Aikido er ekki raunhæf leið til að öðlast alveru færni í sjálfsvörn eða bardaga. Ég hef heldur ekki mikla trú á japönsku Jiu Jitsu, af því það er alltaf æft með “meðvirkum” andstæðingi eins og Aikido, en það er samt mun skárra að mínu mati og ekki eins óraunhæft. Ég hugsa að flestir “meistarar” og svört belti í Aikido og japönsku Jiu Jitsu, sem ekki hafa æft neitt nema það, myndu skíttapa á móti bláum beltum eða jafnvel góðum hvítum beltum í BJJ í fangbragðaglímu...

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ertu eitthvað klikk? Barnaníð er með alvarlegustu og verstu hlutum sem fyrirfinnast. Að auglýsa sjálfan sig á netinu án þess að taka fram hver maður er, á þann hátt sem ég gerði, finnst mér ekki einu sinni vera rangt, þó það fari greinileg mikið fyrir brjóstið á þér. Ef stjórnendum síðunnar er illa við svona þá skal ég ekki gera það aftur, ekkert vandamál með það af minni hálfu. Ég er búinn að útskýra mitt mál hérna og ef þér finnst það vera kjaftæði þá finnst þér það bara. Ef þig langar til...

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Ertu að meina að “hefurðu ekkert betra að gera” sé persónuleg árás eða að spyrja mig að því hvort ég hafi ekkert betra að gera? “Hefurðu ekkert betra að gera” má etv. flokka sem persónulega árás ef þú ert að spyrja. Annars finnst mér yfirleitt persónuleg árás vera þegar maður fullyrðir eitthvað um einhvern eins og að segja að einhver sé “fífl/heimskur/ljótur” eða þess háttar. Mér finnst persónulega alveg að það séu alvarlegri hlutir til að hneykslast yfir á Íslandi í dag ef þig langar til að...

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Þér finnst semsagt “merkilegt að þú sjáir engan mun” vera persónuleg árás? Mér finnst merkilegt að þér finnist það, eða er ég þá að ráðast á þig persónulega líka kannski? Fólk auglýsir eigin hluti á netinu, merkilegt að þú nennir að hneykslast yfir því. Ekki laug ég neitt um það þegar þú spurðir mig hvort ég ætti hlut að máli. Dæmið sem þú ert að taka með Argentínu er öðru vísi, þú ert bæði að tala um dóma um staðinn og að senda á alla fjölmiðla landsins (reyndar sé ég ekki af hverju...

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 4 mánuðum
Hvaða röfl er þetta? Af hverju ætti ég að senda inn langa grein frekar en stutta? Að síðan væri að koma út aftur þótti nógu fréttnæmt til að það kæmi grein um það í Fréttablaðinu, svo hvað er að því að segja frá því hér? Síðan er ekkert verið að fela neitt, þú spurðir hvort ég ætti hluta að máli og fékkst svar við því. Hefurðu ekkert betra að gera?

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Jamm það passa

Re: Tilveran.is komin aftur

í Netið fyrir 14 árum, 5 mánuðum
Langt því frá! Engin af hinum íslensku tenglasíðunum er með videoglugga í miðjunni sem videoin hlaðast í þegar þú vilt horfa á þau. Á hinum þarftu alltaf að fara af forsíðunni til að skoða video og síðan til baka, sem er afskaplega leiðinlegt. Þegar þú ferð á hlekk utan síðunnar (spilar ekki video í videoglugganum) getur þú notað << og >> hlekkina á slánni efst til að fara á milli linka, sem er ekki hægt á hinum tenglasíðunum. Á hinum síðunum þarftu að skrolla mikið eða ýta á næsta>> takka...

Re: Sláturhús fimm - Kurt Vonnegut

í Bækur fyrir 14 árum, 7 mánuðum
Þessi bók er snilld. Mjög kalhæðin. Best er lýsingin á brúðkaupsnóttinni hans.

Re: Topp fimm mest pirrandi Íslendingarnir

í Tilveran fyrir 14 árum, 9 mánuðum
Þeir eru reyndar allir sjálfstæðismenn, Gunnar í Krossinum meðtalinn. Það að þeir séu sjálfstæðismenn hjálpar þeim svo sannarlega ekki, en annars er Gunnar í Krossinum aðallega pirrandi út á trúarpredikanir sínar. Útrásarvíkingapakkið er líka mjög pirrandi, sérstaklega þegar þeir eru að vorkenna sér hvað þeir eigi bágt núna. Hunadeigendur sem láta hundana sína skíta út um allt og bíta fólk, en væla síðan ef þeir eru gagnrýndir eru líka með verst þolandi pakkinu á landinu. Fólk sem grenjaði...

Re: Topp fimm mest pirrandi Íslendingarnir

í Tilveran fyrir 14 árum, 9 mánuðum
1.Hannes Hólmsteinn 2.Sigurður Kári 3.Gunnar í Krossinum 4.Davíð Oddsson 5.Grísli Marteinn

Re: Naggrísir

í Gæludýr fyrir 15 árum, 6 mánuðum
Þeir eru mjög góð gæludýr fyrir þá sem vilja róleg, geðgóð og þægileg gæludýr sem þarf ekki að hafa mikið fyrir. Þeir eru mjög góðir til að halda á og klappa. Þeir eru samt í rauninni ekki mikið fyrir að láta klappa sér, þeim er meira bara svona sama þó maður klappi þeim. Hins vegar finnst þeim mjög gott að vera í hlýju. Til dæmis hægt að halda á þeim og láta þá lúra, sem þeir eru mikið fyrir. Gott til dæmis setjast eða leggjast með þá og breiða ofan á þá teppi því þá verður þeim hlýtt og...

Re: Látið trúað fólk í friði!!!

í Dulspeki fyrir 15 árum, 8 mánuðum
Það á bara að vera skoðanafrelsi. Trú á ekki að vera undanþegin því eða ekki að fá að njóta þess. Fólk má hafa trú og halda henni á lofti, eins og það má hafa skoðanir. Fólk má sömuleiðis hafa neikvæðar skoðanir á trú og halda þeim á lofti, alveg eins og fólk má gagnrýna stjórnmálastefnur. Trú á ekki að geta verið undanþegin þessu með reglum um bann á “guðlasti”. Hins vegar gilda almennar samskiptareglur um skoðanir á trúmálum eins og um önnur mál. Hver velur sér sýna framkomu og hvort hann...

Re: Búinn að fá mig fucking full saddann af Íslensku Kvennfólki!

í Rómantík fyrir 15 árum, 10 mánuðum
Mér finnst þetta nú ekki vera mjög gáfulegt skrif hjá höfundi. Það er hægt að tala um þessi málefni endalaust og af ótal vinklum en ég ætla bara að koma með einn punkt. Þessi margendurtekna saga sem þú ert að tala um með venjulegan “rosalega fínan” strák sem er hrifinn af flottu gellunni sem væli í honum um að flotti gaurinn hafi verið skíthæll við sig en hefur engan áhuga á honum nema til að væla í hefur einmitt tvær hliðar. Þessi “rosalega fíni” average gaur ætti þá bara að finna sér...

Re: MMA er ekki lengur real fighting.

í Bardagaíþróttir fyrir 16 árum, 5 mánuðum
Nei Coleman væri engan veginn meistari lengur því hann er gamall og hafði alltaf vissa veikleika. Fedor myndi pakka honum saman undir hvaða reglum sem er.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok