Þessi krem eru geymd á bakvið, og fólk má ekki kaupa þau nema læknirinn hafi sagt þeim að gera það, því þau eru það sterk og gætu örugglega verið hættuleg fyrir suma. Fólk má ekki bara labba inn og segja að það ætli að fá þetta krem í gráu pökkunum, því frænka vinkonu þeirra sagði að það væri svo rosa fínt. Það verður að vera með skrifað niður frá lækni hvaða krem þetta er og númer hvað, líka svo þau fái alveg örugglega réttu vöruna.