Eru einhverjir fleiri hérna sem eru að verða stúdentar í vor og vita ekkert hvað þeir eiga að gera af sér? Mér finnst allir vera svo vissir um framtíðina og þess háttar, og ég er algjörlega tóm.
Ég veit ekki hvað ég á að gera í haust, ég veit ekki hvort ég ætla að fara í skóla eða í hvaða skóla ég ætti að fara og læra hvað… eða hvort ég ætti bara að byrja á að vinna, en ég veit ekki einusinni hvar ég ætla að vinna í sumar eða hvar ég fengi vinnu sem ég væri til í að vinna í fullu starfi.
Ég væri alveg til í að fara til útlanda í einhvern tíma, en hef ekki hugmynd um hvert ég ætti að fara eða hvað ég ætti að gera yfirhöfuð.

Þetta er að gera mig vitlausa. Fólk er alltaf að spyrja mig hvað ég ætla að gera og ég get aldrei svarað neinu :( Og ég þarf að fara að ákveða hvað ég ætla að gera, ef ég ætla að sækja um skóla eða eitthvað. Ég veit ekki einusinni hvar ég á að búa.

Hvernig er það með aðra hér sem eru að útskrifast? Er ég sú eina sem er með alveg óráðna framtíð? Fannst ykkur ekkert erfitt að taka svona stóra ákvörðun og eruð þið undir miklum þrýstingi frá fjölskyldu/vinum um að gera hitt eða þetta? Og hvað ætlið þið annars að taka ykkur fyrir hendur?