Maður hefur heyrt um fólk sem hefur framið sjálfsmorð eftir að hafa farið í andaglas. Og þá meina ég ekki heyrt um as in “mamma vinkonu frænda fyrrverandi stjúbróður míns las í séð og heyrt…”. Ég meina að ég veit til þess fólk hafi drepið sig, eða orðið sturlað eftir svona. Ég er skíthræddur við allt svona. Samt trúi ég ekki á yfirnáttúrulega hluti, þannig að ég er ekki alveg samkvæmur sjálfum mér.