Jæja, þar sem 2005 er búið þá ætla ég að segja frá leiðinlegustu lögum… að mínu mati sem komu út á árinu. Eða voru mest í spilun í útvarpinu (þar sem útvarpið stendur sig ekki alveg í því að vera með það “nýjasta” en segja það samt)

Nickelback - Photograph: Svakarlega ömurlegt lag. Guð minn góður, það er eins og söngurinn sé tekinn upp, svo aftur yfir hann og svo enn aftur yfir hinn sönginn svo að það hljómi eins og hann syngi geðveikt vel og sé geðveikt hás. Svo er textinn bara meira kjaftæðið um hvernig þetta var í gamladaga… hjartnæmt? Það geta allir skáldað eitthvað um hvernig æskuástin var og ég efast um að þetta sé satt.
311 - Tread on me: Ok, ég heyrði part úr laginu sem hljómaði eins og eitthvað arty farty mars volta dæmi og hugsaði “au, spila þeir svona í útvarpinu” en nei… svo kom þetta ógeðslega lag. Svo sá ég myndbandið og það var ennþá glataðra. Það er eins og eitthvað útgáfufyrirtæki hafi hugsað “hey stofnum hljómsveit og höfðum til indie tónlistarfólks og höfum gaurinn í hljómsveitarbol til að gera þetta ennþá meira indie”
Bon Jovi - Have A Nice Day: It's my life… Have a nice day… allt það sama. Hver kannast ekki við it's my life? Allir sem hafa einhverntíman hlustað á tónlist hafa heyrt það lag með Bon Jovi, og allir sem hafa hlustað á það nokkrum sinnum í viðbót eru komnir með drullu af því lagi. Þetta lag er NÁKVÆMLEGA EINS. Þetta er svona eins og framhald af laginu… kanski var góður texti innifalinn í laginu… en ég veit ekki.
James Blunt - Allt sem kom út: Eins og einhver sagði “James Blunt er svona hagkaupsútgáfa af Damien Rice” … Og það er satt. Maður trúir textunum hjá Damien Rice, en einhvernveginn er ég ekki að kaupa það hjá James Blunt.
Lifehouse - You and me: Farðu að grenja, shit!
KANYE WEST - GOLDDIGGER: Ég veit ekki afhverju, en þegar ég hlusta á þetta lag þá hugsa ég um þynnku og ógeð.
Kelly Clarkson - Since you've be gone: Guð minn góður, hvað á að spila þetta lag lengi? Ég held að það sé verið að fara að hætta að spila þetta eftir 2 ára nauðgun… loksins!
Akon - Lonely: FOKK! Greyið strákurinn, hann er einmanna!
Kelly Clarkson - Because of you: Ég hef aldrei verið með neitt lag á heilanum eins lengi.

Og margir mundu halda að Black eyed peas eigi að vera á þessum lista… En nei… þau eru reyndar ágæt.


Hver er ykkar leiðinlegustu lög?