Þó að þér finnist óþægilegt að vera í samböndum núna, þýðir það ekki að þannig muni það alltaf vera. Njóttu þess bara núna að vera single, og kannski verðuru tilbúin í samband seinna, þú ert ung og ferð ekkert að pipra á næstunni. Og með þennan gaur sem hringir í þig, segðu honum bara að hætta því. Það er ekki þér að kenna að þeir komast ekki yfir þig, þeir verða að læra að taka sjálfir á sínum tilfinningum.