Ókey. Ég er með smá vandamál. Þeir elska mig. (Þið hugsið með ykkur: Vááá, en hræðilegt vandamál! Það er strákur sem elskar hana. Úúú, en hún óheppin. En það er mega vesen.)

Undanfarið árið hef ég verið í 2 samböndum við tvo yndislega stráka. En málið er bara að ég get ekki verið í samböndum, það er mér bara lífsins ómögulegt. Ég veit ekki afhverju, en ég fæ bara innilokunarkennd.

Jæja, allaveganna. Samböndin enduðu bæði fremur brösulega og mér líður rosalega illa yfir því. Ég hef það á tilfinningunni að hvorugur þeirra sé kominn almennilega yfir mig. Mig grunar það reyndar bara, en staðreyndin er að annar þeirra hefur tekið upp á því að hringja í mig á næturna og biðja um mig aftur og svona spyrja þrálátlega afhverju ég gerði honum þetta. Er ekki jafn skemmtilegt og það hljómar.
Anywho, samviskubitið hrjáir mig stanslaust og ég kemst ekki hjá því að hugsa hvort ég sé kannski bara einhver kvendjöfull sem skilur eftir sig slóð af ónýtum strákum. Fyrst ég er svona hræðileg ætti ég þá bara að hætta þessu veseni og gerast piparjónka? Er ég bara vesen og vandræði?

Fyrir utan það er ég skíthrædd við orðin ég elska þig. Er það skrítið? Ég bara vil ekki heyra þau. Gerir það mig að furðufugli?

Hvað sem því líður, þá veit ég ekkert hvað ég á að gera. Hjálp væri vel þegin, ef þið hafið einhver gagnleg ráð :)
“Some people juggle geese. My hand to God. Baby geese. Goslings. They were juggled”.