Ég verð bara að nöldra aðeins …

Ég er búin að vera með vöðvabólgu í 2-3 ár núna og sama hvað ég geri, hún er alltaf jafn slæm! Ekkert bætir að ég er í skóla … Þetta byrjaði á því að ég festist í hálsinum, gat bara ekkert hreyft hann í nokkra daga og gat ekki einu sinni legið án þess að finna ógeðslegan sársauka. Læknirinn sagði að vöðvarnir krumpuðust og festust við hauskúpuna. Síðan þá hef ég fengið vöðvabólgu í hvert skipti sem ég verð veik eða er undir álagi. Síðast þegar ég varð veik fékk ég frekar slæma pest og þá fékk ég hausverk allan vinstri helminginn af hausnum og það virkaði ekki einu sinni að taka tvær verkjatöflur! (ég er vön að taka eina og það virkar oftast). Svo var ég send til læknis og hann sagði að það væri ekkert hægt að gera, þetta væri bara vöðvabólgan sem leiddi upp í haus (hún er alltaf verri vinstra megin)

Núna er ég ekki einu sinni stressuð og ég er samt farin að fá stingi í hausinn! Aaarrrrg!

Ahhh, gott að létta þessu af sér :)