jaa, mér finnst næturnar miklu betri tími til að gera hlutina. um helgar hitti ég vini mína ekki fyrr en seint um kvöldið og kem svo ekki heim fyrr en kannski 4, þó það hafi ekki neitt djamm verið í gangi. svo, þegar ég er bara heima og fer ekki að sofa fyrr en seint, er ég venjulega bara í tölvunni að láta mér leiðast. hlusta á tónlist, fara á sömu síðurnar aftur og aftur og aftur og refresha endalaust,,, semsagt ekkert sérstaklega spennandi. samt nenni ég ekki að fara að sofa.