Í haust þegar ég byrjaði í skóla kynntist ég æðislegum strák. Ég varð strax hrifin. Við urðum vinir og í sama vinahóp og þannig og svo seinna byrjuðum við saman. Eftir það breyttist hann einhvernveginn. Hann vildi alltaf hafa mig hjá sér (við erum á heimavist) og ég gat lítið hitt vinkonur mínar. Svo var hann einhvern vegin of hrifinn … ég veit ekki af hverju. Hann vildi stjórna öllu. Svo ég sagði honum upp. Ég gat ekki sagt honum ástæðuna því ég gat ekki útskýrt það. Hann er líka eins og hann sé ekki nógu þroskaður fyrir svona, samt 16 ára.

Svo erum við mjög góðir vinir núna og allt eins og áður. Við rífumst reyndar og þannig en það er bara í góðu og líka af því við sem erum í þessum vinahóp erum mjög náin og eyðum öllum tíma okkar saman (af því við erum á heimavist og höngum alltaf saman í sama herbergi)

Finnst ykkur ég skrítin að hafa sagt honum upp?