Music Mix Ég ætla nú rétt að vona að það sé komið úr tísku að koma með þessa svokölluðu “Mix” eða “Brennslu” diska því ég ákvað að henda einum inn hérna. Inniheldur að mestu leyti Indí, Post-Rock og önnur rólegheitar lög… Á sumum þeirra getið þið klikkað á nafnið og hlustað á og ef þið viljið eignast þau þá bara fara í IE og gera Save Target As….
Hef ekki hugmynd hvort þau öll komist á einn “Brennslu” disk enda efast ég ekki um að þetta sé vel yfir 100 mínútur… en skítt með það. Njótið vel :)


1. The New Pornographers - The Slow Descent Into Alcoholism [2000 - Mass Romantic]

Frábær Indí sveit sem gaf frá sér plötuna Twin Cinema í fyrra og var oftar en ekki á topplistum yfir diska ársins. En hinsvegar er þetta mitt uppáhalds lag þeirra, á fyrstu plötunni Mass Romantic. Gífurlega gleðilegt og hresst lag


2. The Books - Motherless Bastard [2002 - Thought For Food]

Nokkuð spes sveit, The Books. Þó hef ég aðeins hlustað á þennan eina disk með þeim og fíla þá ágætlega. Þetta lag er þó í mestu uppáhaldi. Byrjar nokkuð skondilega þar sem lítill krakki er að leita að foreldrum sínum.


3. Beck - The Golden Age [2002 - Sea Change]

Beck á sér tvær hliðar. Önnur er sú elektróníska popp hlið, sem er til að mynda á Odelay, Midnite Vultures og Guero. Svo hinsvegar hin rólega kassagítars hlið. Hún á vel við Mutations og Sea Change plöturnar og þó svo hans frægustu lög séu hin poppuðu, þá fíla ég þessa hlið hans í botn!


4. Kelly Dalton - Worth It All [2005 - The Love In Every Bar]

Þennan mann uppgvötaði ég á hinu áhugaverða fyrirbæri, Myspace.com. Töluvert lítið þekktur enda spilar bara á kaffihúsum í kaliforníu. Spilar undir áhrifum Damien Rice, Elliott Smith og fleirum. En þetta lag hefur verið nokkuð lengi með mínum uppáhalds og engin breyting verður þar á á næstunni.


5. Ryan Adams - Oh My Sweet Carolina [2000 - Heartbreaker]

Ryan Adams er án efa í topp 5 yfir uppáhaldstónlistarmennina mína. Alveg frá því ég uppgvötaði snilldarverkið Heartbreaker þá hefur samband okkar verið óslitið. Hvert snilldarlagið á fætur öðru á sér stað á þeirri plötu og að mínu mati stendur þetta uppúr. Lagasmíðar eins og þær gerast bestar.


6. We Are Scientists - Inaction [2005 - With Love And Squalor]

Ef það er eitthvað lag í dag sem kemur mér í stuð þá er það án efa þetta. Gífurlega hress Indí sveit sem hefur verið að meika það sérstaklega á Bretlandseyjunum þó frá Ameríku sé.


7. The Audiens - Put It Back [???]

The Audiens er mjög ólíklega nafn sem þið þekkið enda afar óþekkt Post-Rock band frá Kanada (Líkt og svo mörg önnur snilldarbönd!). Fann þetta lag á netinu og vá, magnað stöff! Mæli með eindregið með þessu


8. Sigur Rós - Track 3 (Samskeyti) [2001 - ()]

Það væri ekki séns fyrir mig að búa til svona lista og sleppa svo bestu sveit íslandsögunnar(að sjálfsögðu aðeins mitt mat), Sigur Rós. Vandinn er bara að það er svo fjandi erfitt að velja eitthvað lag úr með þeim til að setja á svona mixdisk. Track 3 (Samskeyti) varð hinsvegar fyrir valinu. Enginn söngur er í því, aðeins sama píanó stefið aftur og aftur í 6 og hálfa mínútu. Einhvernvegin get ég aldrei nokkurn tímann fengið leið á því að hlusta á það enda fær það mig líka alltaf til að líða svo vel. Líkt og flest öll lögin þeirra. Auk þess má taka fram að ég held að það sé ekki til betra lag til að sofna við heldur en þetta ;)


9. Portishead - Roads [1994 - Dummy]

Þetta lag hefur verið lengi í uppáhaldi hjá mér, eitt af því sem ég hef aldrei getað fengið leið á. Enda Beth Orton alveg frábær söngkona og þetta lag mjög sérstætt. Ekki óvinsæl kvikmynda eða þátta músík.


10. Iron & Wine - The Trapeze Swinger [2005 - In Good Company Soundtrack]


Þetta lag hefur þann jákvæða eiginleika að þrátt fyrir stanslausa “nauðgun” síðastliðna viku þá hefur álit mitt á laginu aðeins hækkað, er langt frá því að fá leið á því! Iron & Wine heyrði ég fyrst í þegar hann(ekki þeir) átti cover á Postal Service laginu Such Great Hights á Garden State Soundtrackinu. Fannst mér sú útgáfa af laginu svo frábær að ég ákvað að kynna mér hann betur. Flott Folk tónlist og mæli með þessu fyrir m.a. Damien Rice aðdáendur.


11. Explosions In The Sky - First Breath After Coma [2003 - The Earth Is Not A Cold Dead Place]

Ég fæ einfaldlega ekki nóg af þessari sveit. Eiginlega sama vandamál hér á ferð og með Sigur Rós, nánast ómögulegt að vera draga eitthvað eitt lag út. En þetta, upphafslag plötunnar sem príðir þessa grein hér að ofan, The Earth Is Not A Cold Dead Place, mætti segja vera í mestu uppáhaldi þrátt fyrir hverja snilldina á fætur annarri sem þessi sveit hefur gefið út.


12. Mogwai - Kids Will Be Skeletons [2003 - Happy Songs For Happy People]

Er ég keypti mér Happy Songs For Happy People diskinn hafði ég ekki heyrt bofs frá þessari hljómsveit. Var bara staddur í lítilli plötubúð í serbíu, hafði heyrt nafnið á þessari sveit getið og ákvað að skella mér bara á diskinn þar sem hann var svo vel merktur sveitinni að framan með “fallegum” silvurlituðum-gjafapappírs bakgrunni. Og ég er ekki frá því að þarna framkvæmdi ég einhver bestu diska kaup sem ég hef gert því þessi diskur er ofarlega meðal þeirra sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér. Get varla sagt að eitthvað eitt lag standi þar uppúr en eitthvað þarf ég að nefna :)


13. Band Of Horses - The Funeral [2006 - Everything All The Time]

Band Of Horses er sveit sem ég er nýbúinn að kynna mér, og hef ég ekki mikið að segja um þá. Lagið skipist á því að vera fallegt og rólegt gítarspili og uppí körftugt Indí rokk.


14. Amos Lee - Colors [2005 - Just Like Heaven Soundtrack]

Þetta lag er á fyrstu og einu breiðskífu Amos sem er nefnd í höfuðið á honum en hér er að finna aðeins öðruvísi útgáfu þar sem píanóið er í fyrirrúmi. Afar fallegt lag með frábærum tónlistarmanni.


15. Bloc Party - Compliments [2005 - Silent Alarm]

Silent Alarm var án efa með mínum uppáhaldsplötum sem komu út í fyrra. Frábær frumburður sveitarinnar og ég get ekki beðið eftir næsta disk. Þetta lag er lokalag plötunnar og þykir mér það henta vel til að ljúka þessum disk af.


Vona þið hafið kannski uppgvötað eitthvað nýtt eða notið góðs af þessu…. endilega segja ykkar skoðun á þessum lögum.

Kv, Indie