Ég er ekki með nein niðurhalsforrit, og hef ekki í hyggju að fá mér nein. Ef ég hef í hyggju að kynna mér einhverja hljómsveit, bið ég annaðhvort vini mína að senda mér nokkur lög, eða leita sjálf að þeim á radioblogclub, mp3 bloggum og þessháttar. Ef mér líst vel á það sem ég heyri, kaupi ég diskana. Það getur samt verið smá vesen, þar sem það eru nokkur hundruð kílómetrar í næstu geisladiskabúð. Annars, Mr. Bungle eru geðveikir.