Alice In Chains

Ég ætla hér að skrifa mína fyrstu grein og please hafið skítkastið í hófi, komið miklu heldur með uppbyggjandi gagnrýni.
en þessi grein mun einnig fjalla af stórum hluta um söngvara Alice In Chains; Layne Staley, sem að mínu mati var einn og er einn af betri söngvurum nokkur tíman. Enda líka söngvari af guðs náð.


Alice In Chains voru stofnaðir árið 1987 í teiti í Seattle þegar gítarleikarinn Jerry Cantrell kynntist Layne Staley.
Strax náðu þeir vel saman vegna ástar sinnar á Black Sabbath og einstaklega svarts húmor meðal annars.
Hvatning þeirra var að sögn Jerry Cantrell var: “Let's get a band, let's write some songs, let's play some clubs
so we can get beer and women.” Þeir fengu vin Jerrys Mike Starr á bassa & Sean Kinney á trommur, kvartettinn
sem upprunanlega hét Diamond Lie og var Glam Rock, seinna meir breyttu þeir nafninu í Alice In Chains sem
vitnaði í Hljómsveitina sem Staley var í miðskóla (high School) sem bar nafnið Alice ‘N Chains. Eftir að hafa náð
local Vinsældum skrifaði undir samning við Colombia Records árið 1989. Og gáfu þeir úr smáskífuna We Die Young
og fyrstu Plötu þeirra: Facelift. Náði Facelift töluverðum vinsældum og sat í 42. sæti á billboard listanum, og var lagið
Man In The Box tilnefnd til Grammy Verðlauna.
Í gegnum árið 1991 túraði Alice In Chains með: Van Halen, The Clash, og spiluðu á Of The Titans Túrnum með; Megadeth,
Anthrax & Slayer.
Árið 1992 gáfu þeir út smáskífuna Sap og á henni var lagið “Right Turn” og í því komu fram: Chris Cornell (Soundgarden)
Mark Arm(Mudhoney) og komu fram í bíómynd Camerons Crowes, “Singles” og höfðu lagið Would? á soundtracki myndarinnar.
Og í september sama ár þá gáfu þeir út vinsælustu plötu sína: Dirt, Platan sýndi alveg nýja hlið á hljómsveitinni og sýndi fram á
myrkari hlið, sorglegri hlið, og mikið af lögunum á plötunni segja frá hvernig Staley var að falla dýpra og dýpra í Heróin neyslu.
Þeir héltu áfram að auglýsa Dirt í gegnum 1993 en án Mike Starr, en í stað hans kom Mike Inez sem var fyrrverandi bassaleikari
Ozzy Osbourne. Og einnig sama ár þá spiluðu þeir á Lollapalooza og headlinuðu þeir túrinn ásamt:
Rage Against The Machine, Tool, Primus & Arrested Development. Vinguðust þeir þá við þáverandi gítarleikara R.A.T.M. Tom Morello
og segir hann frá hvað hann og Staley láu oft með hláturskrampa vegna “rifrildra” þeirra um hver væri meira metal.
Því miður kom seinna meir í ljós að Lollapalooza myndi vera síðasta skipti Alice In Chains að headline-a tónleikaferðalag.
25 Janúar árið 1994 gáfu þeir út Jar Of Flies sem varð fyrsta smáskífan þeirra til að ná 1. sæti á billboard listanum. Og áttu þeir að
túra með engum öðrum en Metallica um sumarið en gátu það ekki vegna þess að Staley, nýkominn úr meðferð, mætti í upptöku
stúdíóið blindfullur, og þar af var hann fallinn, og lét trommarann Kinney lofa sér að: “hann myndi aldrei spila með aumingja eins og honum aftur.”
Eftir þennan atburð þá tók sveitin sér 6 mánaða hlé, og notaði Staley árið í upptökur af Above, sem fram komu á meðal annars:
Mike McCready (Pearl Jam) & Mark Lanegan (Screaming Trees).
Árið komu þeir Alice In Chains aftur saman og byrjuðu upptökur af þriðju breiðskífu þeirra sem myndi bera nafnið.. Alice In Chains, og coverið skartaði
hundi með þrjá fætur. Fór platan samstundis í fyrsta sæti billboard listan. Fyrsta lag plötunar, “Grind” samdi Staley um þær sögusagnir að hann væri nú þegar dáinn af völdum eiturlyfja.
Prentaði tónlistar tímaritið Rolling Stone Magazine umfjöllun ásamt viðtals við: Cantrell, Staley & Kinney,
Reyndar töluðu Kinney & Cantrell mest til að Staley þyrfti ekki að tala um eiturlyfja vanda sinn.
Blaðamaðurinn Jon Wiederhorn sem skrifaði greinina eyddi töluverðum tíma með sveitinni og loks þegar Staley opnaði sig þá sá hann að hann í raun; hlýr, vinalegur & fyndinn og sem meira er að hann þoldi ekki að vera stjarna líkt og Kurt Cobain, og hann þoldi ekki að vera kallaður vonlaus dópisti, ekki bara af því að það var alls ekki satt heldur það að hafði djúp særandi áhrif á móður hans & systur, og það sem verra var að sögn hans að aðdáendur sveitarinnar fannst heróín svalt fyrst hann var í því.
10 apríl 1996 spiluðu þeir MTV Unplugged, og tók Staley þetta sérstaklega fram:

Staley: I would have to say this is the best show we’ve played in 3 years
Kinney: This is the ONLY show we've played in 3 years
Staley: Well yeah, but still it's the best!

Eftir tónleikana voru þeir allir sammála um að þetta voru með betri tónleikunum þeirra.. Nokkurntíman!
Um sumarið spiluðu þeir ásamt Kiss í Re-union tour þeirra. Billy Corgan sá þá spila, og sagði þá hafa verið magnaða.
29. október sama ár varð Staley fyrir áfalli sem varð til þess að hann dró sig alveg í tímabundið en virtist þá endanlegt hlé frá tónlist..
Allavega 29. Okt. 1996 lést unnusta Staleys vegna bakteríu sýkingar í hjartað af völdum eiturlyfja neyslu til margra ára.
Loks árið 1998 var síðasta efni Alice In Chains ( með Staley) tekið upp og var það sett á nokkurskonar best of disk og bar hann nafnið:
Get Born Again And Died. Sama ár gaf Jerry Cantrell út sólo-plötu sína sem bar nafnið: The Boggy Depot.
Eftir það þá lokaði hann sig alveg af umheiminum og reyndu margir að ná til hans en eftir töluverðar tilraunir að draga hann upp úr þunglyndi, þá sást bara það að hann vildi bara fá að vera einn,. og þar af fékk hann það..
Eitt af því sorglegra var að þegar hann loks lauk hlutverki sínu í þessum heimi 19 apríl 2002, þá hafði hvorki Cantrell né Kinney talað við hann í 2 ár.

mér persónulega finnst alveg hryllilega sorglegt að heimurinn skyldi hafa misst svona mikla hæfileika manneskju niður í eiturlyf, en Layne Staley var án efa Listamaður í orðsins fyllstu merkingu, og á fjölskylda hans og allir nánir honum samúð okkar skilið að mínu mati.

En Takk Fyrir Mig