Að downloada eða í íslensku að niðurhala!

Ja hérna hér

Ég á mér uppáhaldshljómsveit sem heitir Mr. Bungle, og um daginn ákvað ég að sýna Áskeli og Árna hvernig sú hljómsveit væri og sýndi þeim lög af fyrsta samnefndum disk.

Áskeli leist svo vel á þetta að hann fór til vinar síns og downloadaði tveimur lögum.

Það er í lagi að downloada í hófi.

En þið hin sem eruð forvitin um Mr. Bungle eða einhverja aðra hljómsveit, viljiði gera mér greiða og ekki Downloada ÖLLUM lögunum!
Það er í fínasta lagi að downloada 2-3 lögum bara til að kynna sér þetta, og ef ykkur líst vel á þá getið þið farið út í næstu plötubúð og spurt hvort geisladiskurinn sé til sölu.
En þegar þið dowloadið of mörgum lögum (og fílið hljómsveitina) þá er það slæmt mál, því að hljómsveitin græðir ekkert þegar lögunum er downloadað. Og núna þá er það líka í einhverri þvílíkri tísku að fá lánaða geisladiska hjá vinum sínum og setja það inná iTunes og geta hlustað endalaust á lögin. Þá græðir hljómsveitin heldur ekki neitt.

Þannig að bara kaupiði geisladiskinn, hlustið á hann, og látiði hljómsveitina hagnast.
Því að ef þið eruð sannir “aðdáendur” þá skuluð þið halda hljómsveitinni gangandi með því að KAUPA geisladiskinn.
Auk þess þá er miklu skemmtilegra að geta sagst átt geisladiskinn, þar að auki þá eru textar við lögin sem fylgja.

Svo að ég er hér með hættur að senda Mr. Bungle lög til vina og vandamanna.

Því að ég tel mig sem sannan aðdáanda!

-gillzilla
Listen Bender, where's your bathroom?