Ef þú ert á ytri hring og ferð framhjá fyrstu leið út, en sá sem er fyrir innan þig ætlar þar út, þá ber þér skylda til að hleypa honum. Þar átt þú að stoppa og hleypa honum út úr hringtorginu. Sá sem ætlar út á alltaf réttinn. Bætt við 26. september 2008 - 14:00 Annars finnst mér mest óþolandi af öllu þegar fólk gefur ekki stefnuljós. Mér finnst oft eins og meirihluti Íslendinga hafi ekki hugmynd um hvað stefnuljós eru og tilhvers þau eru notuð.