Ég fór í brasilískt vax um daginn. Nú er húðin mín orðin svona rauðdílótt - og ég veit að það er alveg eðlilegt, er það ekki? - en svo eru líka örfáir, litlir, hvítir dílar, eins og litlar bólur. Stafar þetta bara af ertingunni? Og fer þetta ekki bara af sjálfu sér með tímanum?
Svo langaði mig líka að spyrja hvort þið sem farið í vax berið ekki eitthvað krem á húðina? Eins og eftir sturtu og þannig? Gætuð þið bent mér á eitthvað krem og hvar ég gæti þá helst fengið það?


Takk takk:)