Vá, mig dreymdi einmitt svo hræðilegan draum í nótt, og mig sem dreymir sjaldnast eitthvað sem ég man eftir. Ég var sjálf dáin allan drauminn, sá fjölskylduna og vinina vera grátandi og eitthvað, en ég var bara föst þarna sem draugur eða eitthvað og það sá mig enginn. Ég gat samt alveg gert allt, t.d. gat ég talað við suma og örfáir sáu mig, ég gat opnað hurðir og snert fólk þannig að það fyndi fyrir því, en ég var samt bara föst þarna. Ógeð. Ég fór næstum að grenja þegar ég vaknaði í morgun.