Já.

Nú hef lesið mér talsvert til um manninn sem hvað þekktastur er varðandi black-metal stefnuna í noregi. Maðurinn sem þekktur er fyrir í fyrsta lagi: að vera morðingji og í öðru lagi: að brenna kirkjur. OK. Nú er ég diehard metalfan. Blackmetall er reyndar ekki minn helsti kaffibolli en þegar það er gott þá er það gott. Ég get heldur ekki talist vera mjög kristinn maður því ég fer sjaldan i kirkju en ég er ekki satanisti heldur. Nú fæ ég engan veginn skilið að maður sem myrti annan mann fær talist svalur. Er Ted Bundy ekki þá líka svalur? Er Charles Manson ekki vinsælasti gaurinn á djamminu eða hvað?. Í noregi eru nokkrar kirkjur nánast ómetanlegar, svokallaðar stafkirkjur. Varg félaga okkar fannst það rosalega góð hugmynd að brenna ómetanlegu kirkju af því að kristni væri svo ógeðsleg. Bíddu halló eiga þá kristnir menn að fara og drepa hvern einasta mann sem gengur í Slayer bol, eiga kristnir menn að reyna að banna blackmetal?. Svo komum við að því sem er höfuðmálið: Tónlistin. Ég fór með opnu hugarfari og hlustaði á plötu með Burzum. Eftir hlustun átti ég ekki eitt einasta orð. Maður var ekki búinn að heyra neitt annað en gott um þessa hljómsveit. Manni heyrist að tónlistin sé tekin upp í gegnum kókdós. Lögin eru einhæf og leiðinleg. Það heyrist ekki að maðurinn hafi gífurlega tónlistarhæfileika. Hann heldur ekki einu sinni takti á trommurnar!. Ef mig langar að hlusta á einhver skrímslahljóð þá hlusta ég bara á orkana í Lord of The Rings. Ég hef hlustað á aragrúa af tónlist og get vottað að þetta er eitt mesta rusl sem ég hef heyrt á ævinni. Svo er það orðið þannig að það má ekki segja eitt einasta slæmt orð um Burzum að því að Þeir(hann) eru komnir á einhvern stall. og fyrir hvað?..að maðurinn brenndi kirkjur og myrti annan mann á hrottalegan hátt?…Nú hef ég fært rök fyrir því hvers vegna mér finnst Varg Vikernes ekki sniðugur maður.Ég fékk mig endanlega fullsaddan á því hvernig þessi glæpamaður er upphafinn upp úr öllu valdi. Ég vil endilega heyra skoðanir á þessu en hunskist til þess að færa rök fyrir því sem þið segið.

Takk fyrir mig