ætli ég þurfi ekki bara að pústa aðeins….

það gerðist í gærkveldi, sem gerist mjög sjaldan, að ég og kærastinn minn til fjögurra ára fórum saman út á skemmtistað. Við sátum við borð og vorum að spjalla. Svo labbar blindfull kerling uppað okkur og fer að strjúka kallinum mínum eins og hún væri að reyna að koma honum til en hann bakkaði frá og svo fór hún. Þá horfði hann í augun á mér og sagði “þetta gerist stundum…” Það er víst frekar oft reynt við hann.. en aldrei við mig þar sem ég fer aldrei neitt út.
Síðan fórum við heim og ég kom við í sjoppu til að kaupa nammi. Svo fórum við heim, hann horfði á vídjó en ég fór að sofa. Svo dreymdi mig draum.

Við vorum einhvernsstaðar úti og það var fullt af fólki. Svo kemur einhver og fer að gefa í skyn að kærastinn minn hafi verið að halda framhjá mér og þá spyr ég hvort að það sé rétt. Hann segir já og ég bara brjálast. Ég segi eitthvað “hvenær hvar og með hverri?” og þá segir hann “bara einhverri stelpu” og þá segi ég “ég get ekki verið með þér lengur” og labba í burtu. Svo fer ég inn í einhverja nammibúð með alveg FULLT af nammi í og fatta svo að hann er með veskið mitt þannig að ég get ekki fengið mér neitt nema ég fari aftur til hans.

Þá hrökk ég upp rosalega rugluð. Ég finn að kærastinn minn liggur við hliðina á mér og ósjálfrátt fer ég nær veggnum svo hann komi ekki við mig. Þá sest kærastinn minn upp í rúminu og tekur kók light sem ég var með í glugganum og ég hugsa “af hverju ætti hann að fá að drekka kókið mitt NÚNA” en fatta svo að þetta hafi bara verið draumur…

og já… ég er búin að vera á bömmer síðan… og fór eiginlega að rífast við kærastann minn áðan… og… já ég var næstum búin að segja honum upp….
ég get ekki útskýrt af hvejru ég geri þetta en stundum er eins og ég sé bara eitthvað tilfinningalega þroskaheft! og núna er kærastinn minn fúll út í mig (réttilega!) og ég veit ekkert hvernig ég á að haga mér….

Takk fyrir að nenna að lesa þetta!

Bætt við 11. febrúar 2007 - 14:28
ég sagði honum auðvitað frá draumnum þegar ég vaknaði… þetta var bara svo ógeðslega raunverulegt!
muhahahahaaaa