Hvað veist þú um það? Það er oft verið að tala um að t.d. sé mjög illa farið með fugla. Alifuglar eru oft svo margir í svo litlum húsum að þeir eru hver ofan á öðrum, geta ekki hreyft sig og eru bara pikkfastir þarna í sínum og annarra skít. Og þegar þeim er gefið að éta er slöngum troðið ofan í hálsinn á þeim og þeir offóðraðir, og lifrin verður geðveikt stór (það er svo fínt ef maður ætlar að búa til kæfu). Heilmikil þjáning þar líka.
Vinna í tuttugu ár? Neinei, eitt ár eftir í stúdentinn, svo þrjú ár í BA gráðu, svo tvö ár í meistaragráðu, og ef ég ætla að taka doktorsgráðuna eru það svo fjögur ár. Eftir tíu ár, 27 ára, gæti ég verið hámenntuð og allar leiðir enn opnar.
Vá hvað ég myndi aldrei tíma að taka árs frí frá skóla :/ Kannski er það bara misjafnt eftir týpum hvort fólk meikar það. Ég gæti ekki hugsað mér að fresta náminu um heilt ár, sérstaklega þar sem ég á mörg ár eftir í háskóla.
Vá, ég er með alveg sama vandamálið! Þurfti að skrapa saman klink fyrir bensíni í dag svo ég kæmist í skólann. Enga vinnu að fá hérna. Er alvarlega að spá að leggjast svo lágt að skrifa ritgerðir gegn gjaldi.
Innri tími er sá tími sem það tekur söguna að gerast. Hvort hún gerist á einu sumri eða á þrjátíu árum. Ytri tími er tíminn sem sagan gerist á. T.d. átjánda öld, eða í kringum 1970. Með hitt get ég ekki hjálpað þér.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..