http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1255665

Ástralskur karlmaður var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi í Indónesíu fyrir barnaníð gagnvart rúmlega fimmtíu ungum piltum. Var maðurinn jafnframt dæmdur til að greiða sekt upp á 8.255 Bandaríkjadali í sekt.

Maðurinn, sem er 48 ára enskukennari, játaði að brot sitt og vitni báru að hann hafi tælt unga pilta heim til sín og haft við þá mök. Piltarnir voru allt niður í 14 ára að aldri. Fengu piltarnir greidda fjóra dollara fyrir í hvert skipti sem maðurinn hafði mök við þá auk þess sem þeir fengu um einn dollar aukalega ef hann tók athæfið upp á myndband.
——–

Svo vilja Íslendingar hærri sektir. Þess má geta að við erum með hærri dóma í þessum málum en öll norðurlöndin.