Afhverju máttu það ekki? Það hlýtur að vera einhver góð ástæða? Annars ertu ekki orðinn fullra 18 ára, hún ræður ennþá yfir þér. Ég er líka á átjánda ári, en ég sætti mig alveg við það að mamma ráði. Maður er kannski ekkert ánægður með að mega ekki gera það sama og allir vinir manns, en maður sættir sig við það.