Vá hvað ég hata það að vera blankur námsmaður.
Ég á aldrei pening, ég á ekki efni á nammipoka á laugardögum. Allur neyðarsjóðurinn minn er uppurinn og núna sé ég fram á að vera blönk þar til í júní þegar sumarfríið byrjar og ég hef tíma fyrir vinnu.
Ég hef aldrei verið svona fátæk.

Og nú langar mig að spyrja ykkur kæra fólk hvað ég gæti mögulega gert.
Ég er ekki til í að selja blíðu mína og hef ekki tíma né orku í helgar eða kvöldvinnu.
Eða ætti ég bara að harka af mér og fá mér vinnu?
Og gæti ég selt eitthvað (ekki meydóminn nei) eins og föt eða geisladiska eða bara whatever sem ég á.

Bleh, ég er að verða fjári desperate, ég vil ómögulega snjíkja af mömmu og pabba, mér finnst nóg að þau borgi skólann og skólabækur ásamt ökuprófinu.

Þið getið kannski bent mér á ríkan strák á lausu?